Þegar sólin skín sem mest fara allir sjálfkrafa í gott skap og klæða sig samkvæmt því. Þá getur verið gott að grípa í hvítu gallabuxurnar og klæða sig í sumarlegan topp eða skyrtu við. Þá er maður tilbúinn til þess að fara út í daginn.
Nýtum sumarið til þess að klæða okkur í eitthvað annað en peysur og svartar buxur. Hér fyrir neðan er innblástur fyrir hvernig má stílisera buxurnar á nokkra skemmtilega vegu.





