Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:53 Danir slógu í gegn á HM 1986 bæði innan og utan vallar. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 5-2. Frakkar mæta því heimsmeisturum Þjóðverja í undanúrslitum EM 2016. Fyrir þrjátíu árum fékk önnur Norðurlandaþjóð skell eftir frábært gengi á sínu fyrsta heimsmeistaramóti Danir voru spútniklið HM í Mexíkó eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum þar af 6-1 sigur á Úrúgvæ og 2-0 sigur á Vestur-Þjóðverjum. Það var ekki bara frammistaða leikmannanna inn á vellinum sem vakti athygli því einnig var frammistaða stuðningsfólksins til mikillar fyrirmyndar. Hver man ekki eftir „dönsku rooligans" eins og þeir kölluðu sig. Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup voru allt í öllu í sóknarleik danska liðsins en Preben Elkjær var með þrennu í sigrinum á Úrúgvæ og sigurmarkið á móti Skotum. Danir mættu í sextán liða úrslitin með þrjá sigra í þremur leikjum og markatöluna 9-1. Það voru því miklar væntingar fyrir leikinn á móti Spáni í sextán liða úrslitunum. Danir komust reyndar í 1-0 í leiknum á móti Spáni en Spánverjar svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Gammurinn Emilio Butragueno skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. Gleðin var þó ekki lengi í herbúðum Spánverja sem töpuðu í vítakeppni í átta liða úrslitunum á móti Belgum. Hér fyrir neðan má sjá klippu úr DV daginn eftir þennan leik fyrir 30 árum. „Tekið á móti (Dönum .. Íslendingum) sem þjóðhöfðingjum“ gæti einnig átt við hér á Íslandi því það er pottþétt að íslenska þjóðin mun taka vel á móti Strákunum sínum þegar þeir koma heim frá Frakklandi.Mynd/DV 19. júní 1986 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Frakkar skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 5-2. Frakkar mæta því heimsmeisturum Þjóðverja í undanúrslitum EM 2016. Fyrir þrjátíu árum fékk önnur Norðurlandaþjóð skell eftir frábært gengi á sínu fyrsta heimsmeistaramóti Danir voru spútniklið HM í Mexíkó eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum þar af 6-1 sigur á Úrúgvæ og 2-0 sigur á Vestur-Þjóðverjum. Það var ekki bara frammistaða leikmannanna inn á vellinum sem vakti athygli því einnig var frammistaða stuðningsfólksins til mikillar fyrirmyndar. Hver man ekki eftir „dönsku rooligans" eins og þeir kölluðu sig. Preben Elkjær Larsen og Michael Laudrup voru allt í öllu í sóknarleik danska liðsins en Preben Elkjær var með þrennu í sigrinum á Úrúgvæ og sigurmarkið á móti Skotum. Danir mættu í sextán liða úrslitin með þrjá sigra í þremur leikjum og markatöluna 9-1. Það voru því miklar væntingar fyrir leikinn á móti Spáni í sextán liða úrslitunum. Danir komust reyndar í 1-0 í leiknum á móti Spáni en Spánverjar svöruðu með fimm mörkum og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Gammurinn Emilio Butragueno skoraði fjögur af þessum fimm mörkum. Gleðin var þó ekki lengi í herbúðum Spánverja sem töpuðu í vítakeppni í átta liða úrslitunum á móti Belgum. Hér fyrir neðan má sjá klippu úr DV daginn eftir þennan leik fyrir 30 árum. „Tekið á móti (Dönum .. Íslendingum) sem þjóðhöfðingjum“ gæti einnig átt við hér á Íslandi því það er pottþétt að íslenska þjóðin mun taka vel á móti Strákunum sínum þegar þeir koma heim frá Frakklandi.Mynd/DV 19. júní 1986
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira