Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu.
Með því er íslenska landsliðið það fyrsta í sögunni sem er með sama byrjunarliðið í fyrstu fimm leikjunum á EM.
Þetta kemur fram á opinberri Twitter-síðu keppninnar, en þetta er, eins og áður segir, í fyrsta skipti sem þetta gerist.
Allir byrjunarliðsmennirnir fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson eru á gulu spjaldi og mega þeir því ekki fá gult spjald því fari Ísland áfram því þá verða þeir í leikbanni í undanúrslitunum gegn Þýskalandi.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason - Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.
