Stórleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM í Frakklandi verður sýndur á stórum skjáum í Hafnarfirði og Kópavogi á sunnudaginn. Í Kópavogi verður skjárinn á Rútstúni en í Hafnarfirði á Thorsplaninu.
Mikil spenningur er fyrir leiknum sem fram fer á sunnudaginn klukkan. Einnig verður hægt að horfa á leikinn á Arnarhól, líkt og að undanförnu, en búið er að koma fyrir enn stærri skjá. Þúsundir horfu á Íslendinga sigra Englendinga síðastliðinn mánudag og myndaðist afar góð stemmning.
Er vonast til þess að hægt verði að endurskapa þá stemmningu í Kópavogi og Hafnarfirði og eru íbúar og nærsveitungar sérstaklega hvattir til þess að fjölmenna. Eru gestir hvattir til þess að mæta tímanlega og koma sér vel fyrir í tæka tíð fyrir leikinn.
Spáð er góðu veðri á sunnudaginn og því tilvalið að njóta þess að horfa á strákanna okkar taka á gestgjöfum Frakka.
Risaskjáir á Rútstúni og Thorsplani

Tengdar fréttir

Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband
Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær.

Enn stærri skjár settur upp á Arnarhóli í heiðskíru veðri á sunnudag
Enn stærri skjár verður settur upp á sunnudag á Arnarhóli fyrir leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla en þúsundir horfðu á leik Íslands við England á hólnum síðastliðinn mánudag.