Íslenskur stuðningsmaður varð fyrir fólskulegri árás á O´Sullivans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 12:08 Arnar Þór Gíslason fagnar því að augun hafi sloppið þegar enskur stuðningsmaður réðst á hann upp úr þurru í gærkvöldi. „Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15
Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15
Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30