Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-1 | Margrét Lára bjargaði stigi fyrir Valskonur Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 19. júlí 2016 22:00 Valskonur náðu í stig í kvöld. Vísir/Eyþór Blikar misstu af tækifærinu að ná toppsætinu á ný þegar liðið mætti Val á Kópavogsvelli í kvöld en Blikakonur eru þó enn taplausar þegar mótið er hálfnað eftir 1-1 jafntefli.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á Kópavogsvellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Valskonur vissu að allt annað en sigur í kvöld þýddi að liðið myndi nánast detta úr baráttunni um titilinn í haust en verkefnið var erfitt gegn Blikaliði sem hefur ekki tapað frá árinu 2014. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir á 18. mínútu leiksins þegar hún nýtti sér mistök í varnarlínu Vals og lagði boltann í netið af stuttu færi. Blikar fengu fjöldan allra færa til að bæta við marki en Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem spilaði fyrsta leik sinn fyrir félagið gat auðveldlega sett þrjú mörk í kvöld. Valskonur tóku að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn og náði Margrét Lára Viðarsdóttir að jafna metin með stórglæsilegu marki tíu mínútum fyrir leikslok. Fékk hún boltann á 35 metra færi, lagði hann fyrir sig og lét vaða með skoti í bláhornið sem Sonný Lára Þráinsdóttir í markinu réð ekki við. Liðin reyndu að sækja til sigurs á lokamínútunum og voru Blikar líklegri en hvorugu liði tókst að bæta við marki og skyldu þau því jöfn.Afhverju lauk leiknum með jafntefli? Blikar með Berglindi Björg fremsta í flokki fengu fjöldan allra færa til að gera út um leikinn á fyrstu sextíu mínútum leiksins en náðu ekki að bæta við forskotið. Þegar rýnt er í tölfræðina er hálf ótrúlegt að sjá að Valskonur sem áttu aðeins þrjú skot gegn nítján náðu stigi en þú verður að klára færin þín í efstu deild. Á meðan munurinn er aðeins eitt mark er alltaf möguleiki til staðar eins og raun bar vitni þegar Margrét Lára skoraði með glæsilegu skoti.Þessar stóðu upp úr Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran dag í vinstri bakverðinum en liðsfélögum hennar gekk illa að nýta sér frábærar sendingar hennar inn fyrir vörn andstæðingsins. Fanndís og Andrea Rán voru nokkuð sprækar framan af í sókn Blika en það dróg af þeim þegar líða tók á leikinn. Þá kom nýliðinn Olivia Chance með kraft af bekknum en náði ekki að ógna marki Vals. Í Valsliðinu átti Laufey Björnsdóttir góðan leik á miðjunni og Margrét Lára minnti á sig á köflum en minna bar á liðsfélögum þeirra.Hvað gekk illa? Valsliðið fékk lítið frá vængmönnum sínum, þeim Elínu Mettu og Vesnu framan af, en Elín náði sér á strik eftir því sem leið á leikinn á meðan Vesna var tekin af velli á 64. mínútu eftir afskaplega rólegan dag. Varnarleikur Valskvenna var mistækur framan af og voru þær oft á tíðum að missa boltann á hættulegum stöðum sem gaf Blikaliðinu hættilegar skyndisóknir. Þá gekk Berglindi í sókn Breiðabliks jafn illa að nýta færin sem hún fékk í leiknum eins og henni gekk vel að skapa sér færi. Blikar fengu Berglindi til liðs við sig á dögunum vegna vandræða fyrir framan markið og hún einfaldlega verður að gera betur þegar hún fær færi eins og þessi.Hvað er næst? Seinni hluti Pepsi-deildar kvenna hefst eftir viku og fær Blikaliðið leik gegn KR þar sem framherjar liðsins gætu loksins fundið markaskónna. Liðið missti af toppsætinu til Stjörnunnar í kvöld en aðeins eitt stig skilur liðin að fyrir seinni umferðina og eru Blikakonur enn taplausar. Valsliðið tekur á móti Fylki á heimavelli en Valskonur einfaldlega mega ekki við því að tapa fleiri stigum í sumar ef þær ætla sér að berjast um titilinn í lok móts. Margrét Lára: Hlutverk mitt í liðinu er að skora mörkMargrét Lára sækir að markinu í kvöld.Vísir/Eyþór„Við komum hingað til þess að taka þrjú stig, við fengum færi til þess að stela sigrinum en eftir á var þetta kannski sanngjarnt jafntefli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Valskvenna, hreinskilin að leikslokum. Blikar komust yfir á upphafsmínútunum og gátu auðveldlega bætt við mörkum í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum illa. Það var hræðsla í hópnum og vorum ekki nægilega öruggar. Það var of langt á milli leikmanna og náðum aldrei upp spili en við náðum að laga það í seinni hálfleik.“ Margrét var sátt með jöfnunarmarkið sem var glæsilegt. „Mitt hlutverk í liðinu er að skora mörk og ég náði sem betur fer að stíga upp í dag fyrir liðið sem fyrirliði.“ Margrét tók undir að tap í kvöld hefði þýtt að titilbaráttan væri úr sögunni. „Að fá eitt stig í dag er sennilega betra fyrir þær en okkur en við tökum þetta úr því sem komið er. Þetta er ekki í okkar höndum lengur en það hefur sýnt sig að það geta öll lið strítt þessum stóru liðum.“ Fanndís: Áttum að vera löngu búnar að gera út um þennan leik„Þetta er ótrúlega svekkjandi svona eftir á. Við sköpuðum okkur nógu mörg færi til þess að klára þennan leik,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, svekkt eftir leikinn í kvöld. „Þær sóttu vissulega af krafti hérna undir lokin en við áttum að vera löngu búnar að gera út um þennan leik. Við fáum þrjú dauðafæri en náum ekki að klára.“ Blikaliðið hefur verið þekkt fyrir öflugan varnarleik undanfarin tvö sumur en Fanndís var ósátt með hversu langt þær féllu til baka í kvöld seinasta hálftímann. „Við féllum of langt niður þegar við þurftum þess alls ekki. Þær byrjuðu að sækja á okkur og við féllum of langt til baka í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þær.“ Ólafur: Vantaði kjark í leikinn okkar framan af „Þetta er ágætis stig sem maður tekur úr því sem komið var en ég er viss um að við hefðum tekið þetta ef við hefðum fengið fimm mínútur til viðbótar,“ sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, að leikslokum í kvöld. „Spilamennskan batnaði eftir því sem leið á leikinn og við gátum tekið þetta í lokin. Við fengum meiri trú á því að við gætum unnið Íslandsmeistarana sem var jákvætt.“ Ólafur tók undir orð fyrirliðans að Valskonur hefðu verið lengi í gang í kvöld. „Það var smá skjálfti hjá leikmönnum sem voru ekki tilbúnar en þær náðu allar að vinna sig inn í leikinn eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Ólafur og bætti við: „Við vorum að búa til færi fyrir þær og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Það vantaði smá kjark og þor en við verðum að laga það.“ Ólafur hrósaði fyrirliðanum Margréti Láru fyrir jöfnunarmarkið. „Hún er náttúrulega gríðarlega góður leikmaður og það er hrikalega gott að eiga svona leikmenn sem geta jafnað leikinn upp úr engu.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Blikar misstu af tækifærinu að ná toppsætinu á ný þegar liðið mætti Val á Kópavogsvelli í kvöld en Blikakonur eru þó enn taplausar þegar mótið er hálfnað eftir 1-1 jafntefli.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á Kópavogsvellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Valskonur vissu að allt annað en sigur í kvöld þýddi að liðið myndi nánast detta úr baráttunni um titilinn í haust en verkefnið var erfitt gegn Blikaliði sem hefur ekki tapað frá árinu 2014. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir á 18. mínútu leiksins þegar hún nýtti sér mistök í varnarlínu Vals og lagði boltann í netið af stuttu færi. Blikar fengu fjöldan allra færa til að bæta við marki en Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem spilaði fyrsta leik sinn fyrir félagið gat auðveldlega sett þrjú mörk í kvöld. Valskonur tóku að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á leikinn og náði Margrét Lára Viðarsdóttir að jafna metin með stórglæsilegu marki tíu mínútum fyrir leikslok. Fékk hún boltann á 35 metra færi, lagði hann fyrir sig og lét vaða með skoti í bláhornið sem Sonný Lára Þráinsdóttir í markinu réð ekki við. Liðin reyndu að sækja til sigurs á lokamínútunum og voru Blikar líklegri en hvorugu liði tókst að bæta við marki og skyldu þau því jöfn.Afhverju lauk leiknum með jafntefli? Blikar með Berglindi Björg fremsta í flokki fengu fjöldan allra færa til að gera út um leikinn á fyrstu sextíu mínútum leiksins en náðu ekki að bæta við forskotið. Þegar rýnt er í tölfræðina er hálf ótrúlegt að sjá að Valskonur sem áttu aðeins þrjú skot gegn nítján náðu stigi en þú verður að klára færin þín í efstu deild. Á meðan munurinn er aðeins eitt mark er alltaf möguleiki til staðar eins og raun bar vitni þegar Margrét Lára skoraði með glæsilegu skoti.Þessar stóðu upp úr Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran dag í vinstri bakverðinum en liðsfélögum hennar gekk illa að nýta sér frábærar sendingar hennar inn fyrir vörn andstæðingsins. Fanndís og Andrea Rán voru nokkuð sprækar framan af í sókn Blika en það dróg af þeim þegar líða tók á leikinn. Þá kom nýliðinn Olivia Chance með kraft af bekknum en náði ekki að ógna marki Vals. Í Valsliðinu átti Laufey Björnsdóttir góðan leik á miðjunni og Margrét Lára minnti á sig á köflum en minna bar á liðsfélögum þeirra.Hvað gekk illa? Valsliðið fékk lítið frá vængmönnum sínum, þeim Elínu Mettu og Vesnu framan af, en Elín náði sér á strik eftir því sem leið á leikinn á meðan Vesna var tekin af velli á 64. mínútu eftir afskaplega rólegan dag. Varnarleikur Valskvenna var mistækur framan af og voru þær oft á tíðum að missa boltann á hættulegum stöðum sem gaf Blikaliðinu hættilegar skyndisóknir. Þá gekk Berglindi í sókn Breiðabliks jafn illa að nýta færin sem hún fékk í leiknum eins og henni gekk vel að skapa sér færi. Blikar fengu Berglindi til liðs við sig á dögunum vegna vandræða fyrir framan markið og hún einfaldlega verður að gera betur þegar hún fær færi eins og þessi.Hvað er næst? Seinni hluti Pepsi-deildar kvenna hefst eftir viku og fær Blikaliðið leik gegn KR þar sem framherjar liðsins gætu loksins fundið markaskónna. Liðið missti af toppsætinu til Stjörnunnar í kvöld en aðeins eitt stig skilur liðin að fyrir seinni umferðina og eru Blikakonur enn taplausar. Valsliðið tekur á móti Fylki á heimavelli en Valskonur einfaldlega mega ekki við því að tapa fleiri stigum í sumar ef þær ætla sér að berjast um titilinn í lok móts. Margrét Lára: Hlutverk mitt í liðinu er að skora mörkMargrét Lára sækir að markinu í kvöld.Vísir/Eyþór„Við komum hingað til þess að taka þrjú stig, við fengum færi til þess að stela sigrinum en eftir á var þetta kannski sanngjarnt jafntefli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Valskvenna, hreinskilin að leikslokum. Blikar komust yfir á upphafsmínútunum og gátu auðveldlega bætt við mörkum í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum illa. Það var hræðsla í hópnum og vorum ekki nægilega öruggar. Það var of langt á milli leikmanna og náðum aldrei upp spili en við náðum að laga það í seinni hálfleik.“ Margrét var sátt með jöfnunarmarkið sem var glæsilegt. „Mitt hlutverk í liðinu er að skora mörk og ég náði sem betur fer að stíga upp í dag fyrir liðið sem fyrirliði.“ Margrét tók undir að tap í kvöld hefði þýtt að titilbaráttan væri úr sögunni. „Að fá eitt stig í dag er sennilega betra fyrir þær en okkur en við tökum þetta úr því sem komið er. Þetta er ekki í okkar höndum lengur en það hefur sýnt sig að það geta öll lið strítt þessum stóru liðum.“ Fanndís: Áttum að vera löngu búnar að gera út um þennan leik„Þetta er ótrúlega svekkjandi svona eftir á. Við sköpuðum okkur nógu mörg færi til þess að klára þennan leik,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, svekkt eftir leikinn í kvöld. „Þær sóttu vissulega af krafti hérna undir lokin en við áttum að vera löngu búnar að gera út um þennan leik. Við fáum þrjú dauðafæri en náum ekki að klára.“ Blikaliðið hefur verið þekkt fyrir öflugan varnarleik undanfarin tvö sumur en Fanndís var ósátt með hversu langt þær féllu til baka í kvöld seinasta hálftímann. „Við féllum of langt niður þegar við þurftum þess alls ekki. Þær byrjuðu að sækja á okkur og við féllum of langt til baka í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þær.“ Ólafur: Vantaði kjark í leikinn okkar framan af „Þetta er ágætis stig sem maður tekur úr því sem komið var en ég er viss um að við hefðum tekið þetta ef við hefðum fengið fimm mínútur til viðbótar,“ sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, að leikslokum í kvöld. „Spilamennskan batnaði eftir því sem leið á leikinn og við gátum tekið þetta í lokin. Við fengum meiri trú á því að við gætum unnið Íslandsmeistarana sem var jákvætt.“ Ólafur tók undir orð fyrirliðans að Valskonur hefðu verið lengi í gang í kvöld. „Það var smá skjálfti hjá leikmönnum sem voru ekki tilbúnar en þær náðu allar að vinna sig inn í leikinn eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Ólafur og bætti við: „Við vorum að búa til færi fyrir þær og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Það vantaði smá kjark og þor en við verðum að laga það.“ Ólafur hrósaði fyrirliðanum Margréti Láru fyrir jöfnunarmarkið. „Hún er náttúrulega gríðarlega góður leikmaður og það er hrikalega gott að eiga svona leikmenn sem geta jafnað leikinn upp úr engu.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti