„Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 15:00 Ragnheiður Sara þykir til alls líkleg á heimsleikunum sem hefjast á morgun. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan. CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36