Stór hluti Skagaliðsins með aflitað hár: „Yrði rekinn ef ég myndi lita á mér skeggið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2016 21:43 Garðar er nú þegar búinn að skora fleiri mörk núna en á síðasta tímabili. vísir/anton „Þetta er hrikalega gaman og ég talaði um það við strákana í upphitun fyrir leik að við ættum bara að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman, því þegar vel gengur er þetta það skemmtilegasta í heiminum,“ segir markavélin Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn á Val í kvöld. ÍA vann frábæran 2-1 sigur á Val í 11. umferð Pepsi-deildarinnar og hefur liðið núna unnið fjóra leiki í röð. Garðar er sjálfur kominn með tíu mörk í deildinni. „Við vorum í raun bara í bullinu fyrstu 35 mínútur leiksins en það breyttist allt við þetta mark sem Ármann Smári skorar. Eftir markið á kviknar á okkur og við verðum líkari okkur sjálfum.“ Garðar skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld. „Ég er búinn að æfa þetta mjög mikið í allt sumar. Jón Vilhelm og Ian vildu líka fá að taka þessa spyrnu en það var ekki séns.“ Nú þegar mótið er hálfnað er Garðar kominn með tíu mörk. Markametið í efstu deild karla eru 19 mörk. „Ég stefni bara að því að skora eins mörg mörk og ég mögulega get. Ég verð bara að taka gömlu góðu klisjuna og taka bara einn leik í einu. Ég er heitur akkúrat núna og vonandi heldur það áfram.“ Stór hluti Skagaliðsins er núna með aflitað hár og er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með þeim inni á vellinum. „Þetta er allt saman mér að kenna. Það aflita sig alltaf nokkrir eftir hvern sigur leik og ég er búinn að skora svo mikið af mörkum að menn eru alltaf á hárgreiðslustofunni,“ segir Garðar léttur og bætir við: „Gylfi og einhvern einn í viðbót fer í litun eftir þennan leik.“ En ætlar Garðar ekki að aflita á sér skeggið? „Nei, því miður. Ég vinn á hóteli og ég held hreinlega að ég yrði rekinn ef ég myndi aflita á mér skeggið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Þetta er hrikalega gaman og ég talaði um það við strákana í upphitun fyrir leik að við ættum bara að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman, því þegar vel gengur er þetta það skemmtilegasta í heiminum,“ segir markavélin Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn á Val í kvöld. ÍA vann frábæran 2-1 sigur á Val í 11. umferð Pepsi-deildarinnar og hefur liðið núna unnið fjóra leiki í röð. Garðar er sjálfur kominn með tíu mörk í deildinni. „Við vorum í raun bara í bullinu fyrstu 35 mínútur leiksins en það breyttist allt við þetta mark sem Ármann Smári skorar. Eftir markið á kviknar á okkur og við verðum líkari okkur sjálfum.“ Garðar skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld. „Ég er búinn að æfa þetta mjög mikið í allt sumar. Jón Vilhelm og Ian vildu líka fá að taka þessa spyrnu en það var ekki séns.“ Nú þegar mótið er hálfnað er Garðar kominn með tíu mörk. Markametið í efstu deild karla eru 19 mörk. „Ég stefni bara að því að skora eins mörg mörk og ég mögulega get. Ég verð bara að taka gömlu góðu klisjuna og taka bara einn leik í einu. Ég er heitur akkúrat núna og vonandi heldur það áfram.“ Stór hluti Skagaliðsins er núna með aflitað hár og er nokkuð skemmtilegt að fylgjast með þeim inni á vellinum. „Þetta er allt saman mér að kenna. Það aflita sig alltaf nokkrir eftir hvern sigur leik og ég er búinn að skora svo mikið af mörkum að menn eru alltaf á hárgreiðslustofunni,“ segir Garðar léttur og bætir við: „Gylfi og einhvern einn í viðbót fer í litun eftir þennan leik.“ En ætlar Garðar ekki að aflita á sér skeggið? „Nei, því miður. Ég vinn á hóteli og ég held hreinlega að ég yrði rekinn ef ég myndi aflita á mér skeggið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira