Segir samherja sinn í Fram hafa grafið undan sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:59 Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram, Ásmundur Arnarsson í miðjunni og Ingólfur lengst til hægri. myndir/fram Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira