Hannes: Þetta var rétta skrefið fyrir minn feril Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 10:36 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin. „Ég er ótrúlega spenntur að byrja nýjan kafla hjá Randers FC. Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir minn feril. Ég hef verið hjá félaginu áður og þekki því vel til þarna. Ég veit hvað félagið stendur fyrir og ég veit að þetta er líka góður staður fyrir fjölskylduna," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali á heimasíðu Randers. Það var mikill áhugi á Hannesi eftir frábæra frammistöðu hans á EM og sáu einhverjir hann fyrir sér fara í sterkari deild en þá dönsku. Hannes er hinsvegar mjög sáttur við allt sem býðst hjá Randers. Hann er hinsvegar orðinn 32 ára gamall og þetta gæti því verið einn af síðustu stóru samningum hans á ferlinum. Hannes kom til reynslu hjá félaginu árið 2012 en var áfram í tvö tímabil með KR. Hannes fór til norska liðsins Sandnes 2014 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR í annað skiptið á þremur árum. „Ég er reyndur markvörðu sem er hægt að treysta á og ég geri ekki stór mistök. Það er samt erfitt að tala um sjálfan sig og ég mun því láta aðra um að dæma mig," sagði Hannes. Hannes hefur þó aldrei spilað fyrir Ólaf Kristjánsson áður þó að hann þekki til landa síns. „Ísland er nú ekki það stórt land og íslenski fótboltaheimurinn er enn minni. Við þekkjum því hvorn annan vel," sagði Hannes. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ólafi. Hann er með góðan fótboltahaus og ég er mjög spenntur fyrir framtíðarsýn félagsins. Það verður því gott að fá að byrja," sagði Hannes. Hannes verður þriðji íslenska leikmaðurinn hjá Randers en félagar hans í íslenska landsliðinu, þeir Theódór Elmar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson voru áður í herbúðum liðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30 Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19 Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ólafur vill fá Hannes til Randers Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins. 14. júlí 2016 18:30
Hannes samdi við Randers FC Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið. 15. júlí 2016 10:19
Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. 11. júlí 2016 10:30