Aron Einar segist vera búinn að vera ofan í helli síðan EM lauk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 09:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er búinn með fríið sitt eftir EM í Frakklandi og er á leiðinni til æfinga í Cardiff eftir helgi. Aron Einar fær því ekki marga daga frí eftir erfitt Evrópumót þar sem hann gaf allt sitt í fimm leiki íslenska liðsins. Aron Einar talar um það hafa verið andlega búinn eftir Evrópumótið í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Maður er í rauninni búinn að vera ofan í helli frá því Evrópumótinu lauk. Ég var andlega búinn eftir mótið en maður fórnar því alveg fyrir þessa velgengni," sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu. „Skrokkurinn er allt í lagi. Það eru pústrar hingað og þangað en ekkert alvarlegt," sagði Aron Einar sem var tæpur fyrir flesta leiki íslenska liðsins á EM í Frakklandi. Aron Einar er ekki öruggur um að spila með Cardiff á komandi tímabili þótt að hann hefji æfingar með liðinu á mánudaginn. „Það hafa borist einhver tilboð frá liðum á Englandi og utan þess en ég er ekkert að stressa mig á því. Ég ætlar ekkert að hoppa á fyrsta boð en þetta kemur til með að skýrast á næstunni. Ég fékk ágæta umfjöllun á Evrópumótinu og eðlilegt að einhver áhugi hafi vaknað en ég ætla bara að fara yfir mín mál í rólegheitunum," sagði Aron Einar. Aron Einar sagði líka frá því að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að endurhlaða sig andlega eftir EM í Frakklandi. „Ég vildi stimpla mig aðeins út úr boltanum eftir EM, fá mitt frí og hlaða andlegu hliðina. Það er mikilvægt svo maður verði ekki leiðir á þessu," sagði Aron Einar í fyrrnefndi viðtali við Guðmund Hilmarsson.Aron Einar Gunnarsson með fjölskyldu sinni.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er búinn með fríið sitt eftir EM í Frakklandi og er á leiðinni til æfinga í Cardiff eftir helgi. Aron Einar fær því ekki marga daga frí eftir erfitt Evrópumót þar sem hann gaf allt sitt í fimm leiki íslenska liðsins. Aron Einar talar um það hafa verið andlega búinn eftir Evrópumótið í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Maður er í rauninni búinn að vera ofan í helli frá því Evrópumótinu lauk. Ég var andlega búinn eftir mótið en maður fórnar því alveg fyrir þessa velgengni," sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu. „Skrokkurinn er allt í lagi. Það eru pústrar hingað og þangað en ekkert alvarlegt," sagði Aron Einar sem var tæpur fyrir flesta leiki íslenska liðsins á EM í Frakklandi. Aron Einar er ekki öruggur um að spila með Cardiff á komandi tímabili þótt að hann hefji æfingar með liðinu á mánudaginn. „Það hafa borist einhver tilboð frá liðum á Englandi og utan þess en ég er ekkert að stressa mig á því. Ég ætlar ekkert að hoppa á fyrsta boð en þetta kemur til með að skýrast á næstunni. Ég fékk ágæta umfjöllun á Evrópumótinu og eðlilegt að einhver áhugi hafi vaknað en ég ætla bara að fara yfir mín mál í rólegheitunum," sagði Aron Einar. Aron Einar sagði líka frá því að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að endurhlaða sig andlega eftir EM í Frakklandi. „Ég vildi stimpla mig aðeins út úr boltanum eftir EM, fá mitt frí og hlaða andlegu hliðina. Það er mikilvægt svo maður verði ekki leiðir á þessu," sagði Aron Einar í fyrrnefndi viðtali við Guðmund Hilmarsson.Aron Einar Gunnarsson með fjölskyldu sinni.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira