Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 14:52 Phil Mickelson byrjar vel. vísir/getty Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari. Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan. Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag. Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu. Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum. Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari. Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan. Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag. Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu. Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum.
Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41