Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:00 Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira