Hannes einn af þeim sem UEFA telur að hafi breytt lífi sínu á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 15:30 Hannes Þór Halldórsson á góðri stundu á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, átti mjög flott Evrópumót og var einn allra besti markvörður mótsins í Frakklandi. Hannes er einn af hetjum íslenska liðsins enda bjargaði hann margoft með glæsilegum hætti þegar pressan var hvað mest á íslenska liðið á mótinu. Hannes komst kannski ekki í úrvalslið UEFA en hann varði flest skot allra markvarða og er líka einn af átta leikmönnum á EM sem UEFA hefur valið í grein sinni um þá leikmenn sem sprungu út á Evrópumótinu í Frakklandi. UEFA nefnir þar leikmenn sem gerbreyttu lífi sínu með frammistöðu sinni á mótinu sem lauk með sigri Portúgals á sunnudagskvöldið. Hannes er ekki bara einn af þessum átta leikmönnum því auk þess að telja hann með í þessum hóp þá er aðalmynd greinarinnar tilfinningarík mynd af okkar manni. Einn annar markvörður er í hópnum eða norður-írski landsliðsmarkvörðurinn Michael McGovern sem átti meðal annars ótrúlegan leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja. Hinir sex eru 22 ára bakvörður frá Portúgal (Raphaël Guerreiro), 27 ára framhjá frá Wales (Hal Robson-Kanu), 29 ára kantmaður frá Spáni (Nolito), 22 ára varnarmaður frá Albaníu (Arlind Ajeti), 28 ára pólskur miðvörður (Michal Pazdan) og 24 ára hægri bakvörður frá Belgíu (Thomas Meunier). Í umfjölluninni um Hannes segir að þessi kvikmyndaleikstjóri í hlutastarfi hafi aðeins orðið atvinnumaður fyrir þremur árum síðan en á EM hafi hann sýnt að hann sé klár á stóra sviðið með því að koma í veg fyrir að menn eins og Cristiano Ronaldo, David Alaba og Harry Kane skoruðu hjá íslenska liðinu. Íslenska liðið fór síðan alla leið í átta liða úrslitin og Hannes varði fleiri skot en nokkur annar markvörður á Evrópumótinu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyEight players whose lives may never be the same again after impressing in France: https://t.co/trnQiVxbYk #EURO2016 pic.twitter.com/NvxFYYVt7d— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska fótboltalandsliðsins, átti mjög flott Evrópumót og var einn allra besti markvörður mótsins í Frakklandi. Hannes er einn af hetjum íslenska liðsins enda bjargaði hann margoft með glæsilegum hætti þegar pressan var hvað mest á íslenska liðið á mótinu. Hannes komst kannski ekki í úrvalslið UEFA en hann varði flest skot allra markvarða og er líka einn af átta leikmönnum á EM sem UEFA hefur valið í grein sinni um þá leikmenn sem sprungu út á Evrópumótinu í Frakklandi. UEFA nefnir þar leikmenn sem gerbreyttu lífi sínu með frammistöðu sinni á mótinu sem lauk með sigri Portúgals á sunnudagskvöldið. Hannes er ekki bara einn af þessum átta leikmönnum því auk þess að telja hann með í þessum hóp þá er aðalmynd greinarinnar tilfinningarík mynd af okkar manni. Einn annar markvörður er í hópnum eða norður-írski landsliðsmarkvörðurinn Michael McGovern sem átti meðal annars ótrúlegan leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja. Hinir sex eru 22 ára bakvörður frá Portúgal (Raphaël Guerreiro), 27 ára framhjá frá Wales (Hal Robson-Kanu), 29 ára kantmaður frá Spáni (Nolito), 22 ára varnarmaður frá Albaníu (Arlind Ajeti), 28 ára pólskur miðvörður (Michal Pazdan) og 24 ára hægri bakvörður frá Belgíu (Thomas Meunier). Í umfjölluninni um Hannes segir að þessi kvikmyndaleikstjóri í hlutastarfi hafi aðeins orðið atvinnumaður fyrir þremur árum síðan en á EM hafi hann sýnt að hann sé klár á stóra sviðið með því að koma í veg fyrir að menn eins og Cristiano Ronaldo, David Alaba og Harry Kane skoruðu hjá íslenska liðinu. Íslenska liðið fór síðan alla leið í átta liða úrslitin og Hannes varði fleiri skot en nokkur annar markvörður á Evrópumótinu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyEight players whose lives may never be the same again after impressing in France: https://t.co/trnQiVxbYk #EURO2016 pic.twitter.com/NvxFYYVt7d— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira