Ágúst: Fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 11. júlí 2016 22:05 Ágúst var svekktur að fá ekki stig úr leiknum í Garðabænum í kvöld. vísir/daníel Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, fannst sínir menn sterkari aðilinn í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við vera betri. Við lögðum okkur 100% fram í leiknum. Þetta var baráttuleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta datt með þeim. Það var mikið af vafaatriðum í þessum leik sem ég þarf að skoða betur,“ sagði Ágúst. Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður vel. „Ef hann dæmir rangstöðu hlýtur það að vera rangstaða. En við breytum ekkert úrslitum leiksins með því að væla yfir því. „Ég var ánægður með strákana, þeir stóðu sig vel og við vorum nokkuð flottir í þessum leik. Stjörnumenn áttu í basli með okkur og það er fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið voru veik fyrir boltum inn fyrir. Ágúst viðurkennir að það sé meðvituð áhætta sem Fjölnismenn taki. „Við erum með þannig lið að við viljum liggja ofarlega og það er hugsanlega pláss fyrir aftan okkur. Það er okkar leikstíll. Við erum ákveðnir fram á við og sköpuðum okkur fullt af færum í dag,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn spiluðu síðast leik 24. júní og Ágúst segir að þetta langa hlé hafi sett strik í reikning þeirra. „Það hafði mikil áhrif í undirbúningum. Við erum búnir að hafa 17 daga á milli leikja og það er erfitt að mótivera menn en við náðum því. Við vorum flottir í dag en úrslitin féllu ekki með okkur,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, fannst sínir menn sterkari aðilinn í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við vera betri. Við lögðum okkur 100% fram í leiknum. Þetta var baráttuleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta datt með þeim. Það var mikið af vafaatriðum í þessum leik sem ég þarf að skoða betur,“ sagði Ágúst. Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður vel. „Ef hann dæmir rangstöðu hlýtur það að vera rangstaða. En við breytum ekkert úrslitum leiksins með því að væla yfir því. „Ég var ánægður með strákana, þeir stóðu sig vel og við vorum nokkuð flottir í þessum leik. Stjörnumenn áttu í basli með okkur og það er fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið voru veik fyrir boltum inn fyrir. Ágúst viðurkennir að það sé meðvituð áhætta sem Fjölnismenn taki. „Við erum með þannig lið að við viljum liggja ofarlega og það er hugsanlega pláss fyrir aftan okkur. Það er okkar leikstíll. Við erum ákveðnir fram á við og sköpuðum okkur fullt af færum í dag,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn spiluðu síðast leik 24. júní og Ágúst segir að þetta langa hlé hafi sett strik í reikning þeirra. „Það hafði mikil áhrif í undirbúningum. Við erum búnir að hafa 17 daga á milli leikja og það er erfitt að mótivera menn en við náðum því. Við vorum flottir í dag en úrslitin féllu ekki með okkur,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn