Alexa Chung hefur löngum þótt bera af í fatastíl og verði mörgum innblástur fyrir töffaralegan stíl sem er sömuleiðis afslappaður og þægilegur. Hún hefur verið uppáhald götutískuljósmyndara og hefur hannað fatalínur fyrir AG Jeans, Madewell, Superga, Marks&Spencer og Eyeko við miklar vinsældir. Það er því ekki skrýtið að hún taki þetta skref núna en yfirhönnuður merksins verður Edwin Bodson, sem áður vann fyrir Haider Ackermann.
Fyrsta línan frá Alexu Chung er væntanleg í verslanir í maí á næsta ári en nú þegar hafa verslanakeðjur á borð við Galeries Lafayette, Selfridges, Matches og MyTheresa staðfest að línan verði fáanleg hjá þeim.
Spennandi að fylgjast með fatamerki Alexu Chung þróast.
