Stoltur af þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2016 06:00 vísir/anton Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira