Bílskúrinn: Margt um keppnina í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2016 23:00 Liðsmynd af Mercedes liðinu með Hamilton og Rosberg fyrir miðju. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn sem fram fór um helgina. Hann leiðir nú heimsmeistaramótið með sex stigum. Bílskúrinn er uppgjör hvers kappaksturs. Hamilton átti alltaf svar við tilraunum Nico Rosberg til að sækja á hann. Ferrari glímdi af hörku við Red Bull en gat ekki tekið fram úr og Kimi Raikkonen ók sig upp um átta sæti. Þetta og fleira í Bílskúrnum uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton átti svör við öllu sem Rosberg reyndi um helgina.Vísir/GettyHamilton hleypti Rosberg aldrei í færiNico Rosberg var á ráspól í keppninni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton stal fyrsta sætinu strax í ræsingunni. Baráttan á milli þeirra varð raunar engin eftir það. Rosberg reyndi hvað hann gat, reyndi að saxa á forskot Hamilton en Hamilton átti alltaf smá tíma inni. Hamilton hafði Rosberg nákvæmlega þar sem hann vildi, fyrir aftan sig. Það er vert að geta þess að einkar erfitt er að taka fram úr á brautinni í Ungverjalandi. Á einum tímapunkti virtist sem Rosberg ætti möguleika á að reyna að stinga sér fram úr. Hamilton virtist vera í vandræðum og fara hægt yfir. Eftir á að hyggja má ætla að Hamilton hafi einfaldlega verið að spara dekkin og vélina. Vélalager Hamilton er nú þegar orðinn tæpur og þiggur því fegins hendi tækifæri til að slá aðeins af og spara búnaðinn.Red Bull og Ferrari börðust af hörku um helgina.Vísir/GettyRed Bull gegn Ferrari Kimi Raikkonen og Max Verstappen virðast aldeilis ætla að glíma hart á tímabilinu. Á Spáni var Raikkonen skuggalega nálægt því að stela fyrsta sætinu af Verstappen, hring eftir hring eftir hring. En eins og frægt er orðið tókst það ekki og Verstappen varð yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni frá upphafi. Sama hlið teningsins kom upp núna í Ungverjalandi, svona næstum því. Þeir börðust af hörku og sumir vilja meina að Verstappen hafi gengið aðeins of langt í að verjast. En í þetta sinn um fimmta sætið. Ungstirninu tókst aftur að halda fyrrum heimsmeistaranum fyrir aftan sig með klókum akstri og vel staðsettum bíl. Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel fyrrum liðsfélagar hjá Red Bull börðust líka af hörku á loka hringjum keppninnar. En Vettel tókst ekkert frekar en liðsfélaga sínum, Raikkonen að komast fram úr Red Bull bílnum. Red Bull virðist tímabundið hafa yfirhöndina gegn Ferrari. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Ferrari er með 224 stig í öðru sæti en Red Bull 223 í þriðja. Það verður líklega hart barist um annað sætið til loka tímabilsins.Jenson Button á McLaren bílnum sem var á tímabili bremsulaus.Vísir/GettyBremsulaus Button óhultur Jenson Button á McLaren lenti í því að bremsupedalinn á bíl hans fór beint í gólf bílsins án þess að bíllinn hægði nokkuð á sér. Hann óskaði aðstoðar við að leysa úr vandanum í talstöðinni. Liðið ráðlagði honum og fyrir það fékk Button refsingu. Ráðleggingin þótt brot á nýhertum reglum um það sem má segja ökumönnum í talstöðinni. Button var alls ekki skemmt við að heyra að hann fengi refsingu. „Er það ekki öryggisatriði að bremsurnar virki,“ spurði ringlaður og sennilega frekar reiður Button. Ofanritaður verður að fallast á þann skilning Button að virkar bremsur séu eitt helsta öryggisatriðið í Formúlu 1. Dómarar keppninnar voru því hins vegar ósammála. Ljóst er að óheppilegt er að aka bremulausan bíl inn á þjónustusvæðið til að fá ráðleggingar um hvernig virkja skuli bremsurnar. En það er einmitt það sem ætla mám að dómarar keppninnar hefðu viljað. Þessum reglum eru flestir sammála um að þurfi að breyta. Raikkonen kallaði þær grín um helgina og Vettel var ekki beint sáttur við þær heldur svo dæmi séu tekin.Kimi Raikkonen var óheppinn í tímatökunni en bætti upp fyrir það í keppninni.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Enn og aftur er einráður ofanritaður sammála áhorfendum sem kusu á formula1.com. Kimi Raikkonen átti frábæra keppni og sýndi það og sannaði að hann er ekki alveg útbrunninn. Hann er nú fjórði í stigakeppni ökumanna, einu stigi á eftir Ricciardo sem er þriðji og fjórum á undan Vettel sem er fimmti.Munurinn milli Rosberg og Hamilton er hvorki mikill á brautinni né í stigakeppni ökumanna.Vísir/GettyStaðan um miðbik tímabils Hamilton leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með sex stiga forskot á liðsfélaga sinn, Rosberg. 11 keppnum er nú lokið af 21 og tímabilið því rétt rúmlega hálfnað. Hamilton var á sama tíma í fyrra með 202 stig en er nú með 192 á meðan Rosberg var með 181 stig á sama tíma í fyrra. Munurinn er minni í ár. Hins vegar er einungis ein keppni eftir fyrir sumarfrí. Sú fer fram næstu helgi í Þýskalandi. Hamilton hefur undanfarin ár komið ógnar sterkur til baka eftir sumarfrí. Rosberg þarf því að fara að spýta í lófana ætli hann sér að eiga möguleika á titlinum. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ræsingin var lykillinn að þessu Lewis Hamilton er nú sá sigursælasti í ungverska kappakstrinum frá upphafi. Hann er sá eini sem hefur unnið þar fimm sinnum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 24. júlí 2016 15:00 Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Aldrei áður hafa mannræningjar í Brasilíu beðið um jafnhátt lausnarfé. 26. júlí 2016 10:00 Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 24. júlí 2016 13:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn sem fram fór um helgina. Hann leiðir nú heimsmeistaramótið með sex stigum. Bílskúrinn er uppgjör hvers kappaksturs. Hamilton átti alltaf svar við tilraunum Nico Rosberg til að sækja á hann. Ferrari glímdi af hörku við Red Bull en gat ekki tekið fram úr og Kimi Raikkonen ók sig upp um átta sæti. Þetta og fleira í Bílskúrnum uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton átti svör við öllu sem Rosberg reyndi um helgina.Vísir/GettyHamilton hleypti Rosberg aldrei í færiNico Rosberg var á ráspól í keppninni. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton stal fyrsta sætinu strax í ræsingunni. Baráttan á milli þeirra varð raunar engin eftir það. Rosberg reyndi hvað hann gat, reyndi að saxa á forskot Hamilton en Hamilton átti alltaf smá tíma inni. Hamilton hafði Rosberg nákvæmlega þar sem hann vildi, fyrir aftan sig. Það er vert að geta þess að einkar erfitt er að taka fram úr á brautinni í Ungverjalandi. Á einum tímapunkti virtist sem Rosberg ætti möguleika á að reyna að stinga sér fram úr. Hamilton virtist vera í vandræðum og fara hægt yfir. Eftir á að hyggja má ætla að Hamilton hafi einfaldlega verið að spara dekkin og vélina. Vélalager Hamilton er nú þegar orðinn tæpur og þiggur því fegins hendi tækifæri til að slá aðeins af og spara búnaðinn.Red Bull og Ferrari börðust af hörku um helgina.Vísir/GettyRed Bull gegn Ferrari Kimi Raikkonen og Max Verstappen virðast aldeilis ætla að glíma hart á tímabilinu. Á Spáni var Raikkonen skuggalega nálægt því að stela fyrsta sætinu af Verstappen, hring eftir hring eftir hring. En eins og frægt er orðið tókst það ekki og Verstappen varð yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni frá upphafi. Sama hlið teningsins kom upp núna í Ungverjalandi, svona næstum því. Þeir börðust af hörku og sumir vilja meina að Verstappen hafi gengið aðeins of langt í að verjast. En í þetta sinn um fimmta sætið. Ungstirninu tókst aftur að halda fyrrum heimsmeistaranum fyrir aftan sig með klókum akstri og vel staðsettum bíl. Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel fyrrum liðsfélagar hjá Red Bull börðust líka af hörku á loka hringjum keppninnar. En Vettel tókst ekkert frekar en liðsfélaga sínum, Raikkonen að komast fram úr Red Bull bílnum. Red Bull virðist tímabundið hafa yfirhöndina gegn Ferrari. Aðeins eitt stig skilur á milli liðanna í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Ferrari er með 224 stig í öðru sæti en Red Bull 223 í þriðja. Það verður líklega hart barist um annað sætið til loka tímabilsins.Jenson Button á McLaren bílnum sem var á tímabili bremsulaus.Vísir/GettyBremsulaus Button óhultur Jenson Button á McLaren lenti í því að bremsupedalinn á bíl hans fór beint í gólf bílsins án þess að bíllinn hægði nokkuð á sér. Hann óskaði aðstoðar við að leysa úr vandanum í talstöðinni. Liðið ráðlagði honum og fyrir það fékk Button refsingu. Ráðleggingin þótt brot á nýhertum reglum um það sem má segja ökumönnum í talstöðinni. Button var alls ekki skemmt við að heyra að hann fengi refsingu. „Er það ekki öryggisatriði að bremsurnar virki,“ spurði ringlaður og sennilega frekar reiður Button. Ofanritaður verður að fallast á þann skilning Button að virkar bremsur séu eitt helsta öryggisatriðið í Formúlu 1. Dómarar keppninnar voru því hins vegar ósammála. Ljóst er að óheppilegt er að aka bremulausan bíl inn á þjónustusvæðið til að fá ráðleggingar um hvernig virkja skuli bremsurnar. En það er einmitt það sem ætla mám að dómarar keppninnar hefðu viljað. Þessum reglum eru flestir sammála um að þurfi að breyta. Raikkonen kallaði þær grín um helgina og Vettel var ekki beint sáttur við þær heldur svo dæmi séu tekin.Kimi Raikkonen var óheppinn í tímatökunni en bætti upp fyrir það í keppninni.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Enn og aftur er einráður ofanritaður sammála áhorfendum sem kusu á formula1.com. Kimi Raikkonen átti frábæra keppni og sýndi það og sannaði að hann er ekki alveg útbrunninn. Hann er nú fjórði í stigakeppni ökumanna, einu stigi á eftir Ricciardo sem er þriðji og fjórum á undan Vettel sem er fimmti.Munurinn milli Rosberg og Hamilton er hvorki mikill á brautinni né í stigakeppni ökumanna.Vísir/GettyStaðan um miðbik tímabils Hamilton leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með sex stiga forskot á liðsfélaga sinn, Rosberg. 11 keppnum er nú lokið af 21 og tímabilið því rétt rúmlega hálfnað. Hamilton var á sama tíma í fyrra með 202 stig en er nú með 192 á meðan Rosberg var með 181 stig á sama tíma í fyrra. Munurinn er minni í ár. Hins vegar er einungis ein keppni eftir fyrir sumarfrí. Sú fer fram næstu helgi í Þýskalandi. Hamilton hefur undanfarin ár komið ógnar sterkur til baka eftir sumarfrí. Rosberg þarf því að fara að spýta í lófana ætli hann sér að eiga möguleika á titlinum.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ræsingin var lykillinn að þessu Lewis Hamilton er nú sá sigursælasti í ungverska kappakstrinum frá upphafi. Hann er sá eini sem hefur unnið þar fimm sinnum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 24. júlí 2016 15:00 Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Aldrei áður hafa mannræningjar í Brasilíu beðið um jafnhátt lausnarfé. 26. júlí 2016 10:00 Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 24. júlí 2016 13:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton: Ræsingin var lykillinn að þessu Lewis Hamilton er nú sá sigursælasti í ungverska kappakstrinum frá upphafi. Hann er sá eini sem hefur unnið þar fimm sinnum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 24. júlí 2016 15:00
Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Aldrei áður hafa mannræningjar í Brasilíu beðið um jafnhátt lausnarfé. 26. júlí 2016 10:00
Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 24. júlí 2016 13:40