Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 15:56 Segir Pírata hafa tekið út upplýsingar um stefnu sína varðandi höfundarétt þar sem þeir viti að skoðanir þeirra þoli ekki ljósið. Vísir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24