Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 10:00 Bernie Ecclestone með Fabiönu Flosi, eiginkonu sinni. vísir/getty Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið. Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið.
Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45