Áhafnir kallaðar úr fríi til að sinna útköllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 18:45 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira