Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 10:00 Lífið leikur við þessa ágætu menn. mynd/instagram Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT MMA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Portúgalska fótboltagoðið Cristiano Ronaldo heimsótti írska bardagakappann Conor McGregor í æfingabúðir hans í Las Vegas um helgina en Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins. Ronaldo er í fríi eftir að hafa leitt portúgalska landsliðið að sínum fyrsta Evrópumeistaratitli en fyrr á árinu vann hann einnig Meistaradeildina í þriðja sinn. Honum er spáð Gullboltanum sem besti fótboltamaður heims á næsta ári. Conor McGregor er á fullu að undirbúa sig fyrir endurkomuna í búrið en hann berst næst á UFC 200 bardagakvöldinu 20. ágúst. Þar mætir hann Nate Diaz öðru sinni en McGregor tapaði í fyrsta sinn í átta bardögum í UFC þegar Diaz valtaði yfir hann í mars á þessu ári. „Frábært að sjá þig, bróðir,“ skrifar Ronaldo við mynd af sér og Conor á Instagram-síðu sína og írski vélbyssukjafturinn birtir einnig mynd af þeim og segir: „Takk fyrir, Cristiano. Mikil virðing. Ég sé þig aftur á næsta ári þegar við berjumst um efsta sætið á Forbes-listanum.“ Ronaldo er tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjum lista Forbes en Conor ætlar greinilega að hirða það sæti af honum á næsta ári. John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, tók auðvitað mynd af sér með Ronaldo og sagði gaman að fá þessa stórstjörnu í heimsókn. Myndir þeirra þriggja má sjá hér að neðan. Great to see you bro!! A photo posted by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 24, 2016 at 3:48pm PDT My brother Ronaldo dropped by the gym today! He is an animal. Thank you @cristiano, much respect! I will see you for that Forbes number 1 spot next year. #ThisIsTheMacLife A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Jul 24, 2016 at 5:01pm PDT Nice to have @cristiano drop in to the gym to support us A photo posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on Jul 24, 2016 at 3:27pm PDT
MMA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira