Ástralir neita að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 22:50 Frá Ólympíuþorpinu. Vísir/Getty Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira