Gríðarleg spenna er núna á lokadegi Crossfit-leikanna í Kaliforníu en þegar tvær greinar eru eftir er Katrín Tanja Davíðsdóttir í efsta sæti með 844 stig og hefur hún ellefu stiga forskot á Tia-Clair Toomey sem er í öðru sæti.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti með 795 stig en enn á eftir að tilkynna í hverju eigi að keppa í lokagreininni. Annie Mist Þórisdóttir er í 12. sætinu 622 stig.
Þetta er fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit og er íslenska crossfit-fólkið áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár.
Næstsíðasta greinin í kvenna flokki hefst klukkan 19:55 að íslenskum tíma.
Katrín Tanja efst fyrir tvær síðustu greinarnar

Tengdar fréttir

Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn
Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel.

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öðru sætinu
Katrín Tanja Davíðssdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi um sigurinn í kvennakeppni heimsleikanna í crossfit í fyrra og það stefnir í annað einvígi íslensku stelpnanna í ár.

Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn
Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð.