Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH vann í 100 metra hlaupi karla á 10,61 sekúndum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri. Kolbeinn jafnaði sinn besta tíma í hlaupinu.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH setti nýtt met í flokki 22 ára og yngri þegar hún kom í mark á 53,91í 400 metra hlaupi en hún vann einnig í 100 metra grindahlaup þegar hún kom í mark á 13,86 sekúndum.
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, vann spjótkastið þegar hún kastaði 55,60 metra. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir, ÍR, kom fyrst í mark í 100 metra hlaupinu á 11,83 sekúndum.
Það var Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik, sem stóð uppi sem sigurvegari í langstökki kvenna en hún stökk 5,44 metra. Hildur Steinunn Egilsdóttir vann stangastökkskeppnina þegar hún fór yfir 3,32 metra. FH-ingar voru ekki hættir en Örn Davíðsson tók hástökkskeppnina þegar hann stökk yfir 1,93 metra.
Meistaramótið heldur áfram á Þórsvellinum á morgun.
