Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig CrossFit Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig
CrossFit Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira