Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 14:59 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR púttar hér á 5. flöt í dag á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía, sem tvívegis hefur fagnað þessum titli, jafnaði eigið vallarmet í dag og lék á 68 höggum eða -3. Hún er samtals á -4 en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni kemur þar næst á -2 samtals en hún lék á 69 höggum í dag. Valdís hefur einnig fagnað Íslandsmeistaratitlinum tvívegis. „Þetta var einfaldara í dag ég fékk 6 fugla og 25 pútt, Alfreð bróðir minn vann mig með einu í gær þegar hann var með 25 pútt. Ég vissi ekkert á hvaða skori ég var og var í mínum eigin hugarheimi. Ég fékk 6 högg á 10 braut sem er var lélegt og maður á ekki að fá skramba í golfi. Ég er á svipuðum stað í dag og ég ætlaði mér fyrir þetta mót en það er nóg eftir“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við golf.is. Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari 2011 og 2014. Hún var ekki sú eina sem jafnaði vallarmetið í dag því Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Signý Arnórsdóttir úr Keili, lék einnig á 68 höggum. Vvallarmetið var því jafnað í tvígang á Jaðarsvelli í dag. Signý Arnórsdóttir lék á 9 höggum betur en í gær og er komin upp í fjórða sætið á þremur höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er áfram í þriðja sætinu en er nú komin sex höggum á eftir Ólafíu. „Ég var sáttiri í gær eftir hringinn í gær þegar ég náði að koma mér á parið en ég er ekki ánægð með hringinn í dag,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir í samtali við golf.is. en hún lék á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Valdís Þóra byrjaði hringinn af miklum krafti og var hún þrjá undir pari eftir fjórar holur með tvo fugla og einn örn. „Eftir 7. holuna fór ég að slá léleg högg sem ég á ekki að slá, ég setti ekki pútt ofaní sem voru góð færi og þetta þarf ég að laga fyrir næstu daga. Það er nóg af golfi eftir og markmiðið er að koma sér í stöðu fyrir lokadaginn,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir í samtali við golf.is. Valdís Þóra varð Íslandsmeistari 2009 og 2012.Staðan í kvennaflokki eftir 36 holur: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR (70-68) 138 högg -4 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69) 140 högg -2 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72) 144 +2 4. Signý Arnórsdóttir, GK (77- 68) 145 högg +3 5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR (75-75) 150 högg +8 5.-6. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-75) 150 högg +8 7.-8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (74-79) 153 högg +11 7.-8. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76) 153 högg +11 9.-10. Sunna Víðisdóttir, GR (78-77) 155 högg +13 9.-10. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-79) 155 högg +13 Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía, sem tvívegis hefur fagnað þessum titli, jafnaði eigið vallarmet í dag og lék á 68 höggum eða -3. Hún er samtals á -4 en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni kemur þar næst á -2 samtals en hún lék á 69 höggum í dag. Valdís hefur einnig fagnað Íslandsmeistaratitlinum tvívegis. „Þetta var einfaldara í dag ég fékk 6 fugla og 25 pútt, Alfreð bróðir minn vann mig með einu í gær þegar hann var með 25 pútt. Ég vissi ekkert á hvaða skori ég var og var í mínum eigin hugarheimi. Ég fékk 6 högg á 10 braut sem er var lélegt og maður á ekki að fá skramba í golfi. Ég er á svipuðum stað í dag og ég ætlaði mér fyrir þetta mót en það er nóg eftir“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við golf.is. Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari 2011 og 2014. Hún var ekki sú eina sem jafnaði vallarmetið í dag því Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Signý Arnórsdóttir úr Keili, lék einnig á 68 höggum. Vvallarmetið var því jafnað í tvígang á Jaðarsvelli í dag. Signý Arnórsdóttir lék á 9 höggum betur en í gær og er komin upp í fjórða sætið á þremur höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er áfram í þriðja sætinu en er nú komin sex höggum á eftir Ólafíu. „Ég var sáttiri í gær eftir hringinn í gær þegar ég náði að koma mér á parið en ég er ekki ánægð með hringinn í dag,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir í samtali við golf.is. en hún lék á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Valdís Þóra byrjaði hringinn af miklum krafti og var hún þrjá undir pari eftir fjórar holur með tvo fugla og einn örn. „Eftir 7. holuna fór ég að slá léleg högg sem ég á ekki að slá, ég setti ekki pútt ofaní sem voru góð færi og þetta þarf ég að laga fyrir næstu daga. Það er nóg af golfi eftir og markmiðið er að koma sér í stöðu fyrir lokadaginn,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir í samtali við golf.is. Valdís Þóra varð Íslandsmeistari 2009 og 2012.Staðan í kvennaflokki eftir 36 holur: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir , GR (70-68) 138 högg -4 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69) 140 högg -2 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72) 144 +2 4. Signý Arnórsdóttir, GK (77- 68) 145 högg +3 5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR (75-75) 150 högg +8 5.-6. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-75) 150 högg +8 7.-8. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (74-79) 153 högg +11 7.-8. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76) 153 högg +11 9.-10. Sunna Víðisdóttir, GR (78-77) 155 högg +13 9.-10. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-79) 155 högg +13
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15
Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01
Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27
Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti