Rúnar Már afgreiddi KR-inga út í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:45 Rúnar Már Sigurjónsson í fyrri leiknum. vísir/anton brink Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson fór heldur betur illa með landa sína í kvöld en hann átti frábæran leik þegar liðs hans Grasshopper sló KR-inga út úr forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk svissneska liðsins í 2-1 sigri á KR en Grasshopper vann þar með samanlagt 5-4. Grasshopper mætir Apollon Limassol frá Kýpur í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már kom Grasshopper í 1-0 á lokamínútu fyrir hálfleiks en Morten Beck Andersen jafnaði metin eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Morten Beck Andersen var þarna að skora í þriðja leiknum í röð en hann skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og varð markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppninni í ár. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki hættur. Íslenski miðjumaðurinn var aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann kom Grasshopper í 2-1 en Rúnar var búinn að vera KR-ingum afar erfiður allan leikinn. Eftir að Rúnar Már kom Grasshopper yfir þurftu KR-ingar að skora tvö mörk til þess að komast áfram. KR-liðið kom boltanum reyndar í markið en það var dæmt af vegna brots í teignum. KR tókst ekki að skora fleiri mörk og Evrópuævintýri Vesturbæinga er á enda. Rúnar Már lagði líka upp eitt marka Grasshopper í 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á KR-vellinum en þetta voru hans fyrstu keppnisleikir með liðinu síðan að Svisslendingarnir keyptu hann frá Sundsvall í Svíþjóð. Tap KR í kvöld þýðir að öll íslensku karlaliðin eru úr leik í Evrópukeppnunum í ár en FH féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var fyrsta tap KR-liðsins síðan að Willum Þór Þórsson tók við þjálfun liðsins af Bjarna Guðjónssyni. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson fór heldur betur illa með landa sína í kvöld en hann átti frábæran leik þegar liðs hans Grasshopper sló KR-inga út úr forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk svissneska liðsins í 2-1 sigri á KR en Grasshopper vann þar með samanlagt 5-4. Grasshopper mætir Apollon Limassol frá Kýpur í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már kom Grasshopper í 1-0 á lokamínútu fyrir hálfleiks en Morten Beck Andersen jafnaði metin eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Morten Beck Andersen var þarna að skora í þriðja leiknum í röð en hann skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og varð markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppninni í ár. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki hættur. Íslenski miðjumaðurinn var aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann kom Grasshopper í 2-1 en Rúnar var búinn að vera KR-ingum afar erfiður allan leikinn. Eftir að Rúnar Már kom Grasshopper yfir þurftu KR-ingar að skora tvö mörk til þess að komast áfram. KR-liðið kom boltanum reyndar í markið en það var dæmt af vegna brots í teignum. KR tókst ekki að skora fleiri mörk og Evrópuævintýri Vesturbæinga er á enda. Rúnar Már lagði líka upp eitt marka Grasshopper í 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á KR-vellinum en þetta voru hans fyrstu keppnisleikir með liðinu síðan að Svisslendingarnir keyptu hann frá Sundsvall í Svíþjóð. Tap KR í kvöld þýðir að öll íslensku karlaliðin eru úr leik í Evrópukeppnunum í ár en FH féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var fyrsta tap KR-liðsins síðan að Willum Þór Þórsson tók við þjálfun liðsins af Bjarna Guðjónssyni.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann