Mario Gomez flýr Tyrkland vegna ástandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 21:45 Mario Gomez. Vísir/Getty Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum. Mario Gomez lék með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi og með því að skora tvö mörk í keppninni varð hann markahæsti leikmaður Þjóðverja í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mario Gomez átti mjög gott tímabil með Besiktas á síðustu leiktíð þar sem hann skorað 28 mörk í 41 leik. Besiktas fékk Gomez á láni frá Fiorentina og hann hjálpaði liðinu að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Mario Gomez hefur nú gefið það út að hann spili ekki áfram með Besiktas-liðinu vegna óvissuástandsins í Tyrklandi. BBC segir frá. Gomez notaði Fésbókina til að segja frá ákvörðun sinni og tók þar sérstaklega fram að það væru engar íþróttalegar ástæður fyrir því að hann vilji ekki spila í Tyrklandi. „Þetta var erfið ákvörðun sem ég þurfti að hugsa mikið um. Ég verð að segja stuðningsmönnum Besiktas að það sé mér þungbært að geta ekki spilað áfram fyrir þetta frábæran klúbb, fyrir framan þessa yndislegu stuðningsmenn og í þessum einstaka leikvangi," skrifaði Gomez. „Þetta snýst eingöngu um þá skelfilegu atburði sem gerðust síðustu daga. Ég vona að þið getið skilið það. Að baki er stórkostlegt ár þar sem meistaratitilinn var hápunkturinn. Ég vonast jafnframt til þess að þessi pólitísku vandamál munu leysast fljótt á friðsælan hátt," skrifaði Gomez. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum. Mario Gomez lék með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi og með því að skora tvö mörk í keppninni varð hann markahæsti leikmaður Þjóðverja í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mario Gomez átti mjög gott tímabil með Besiktas á síðustu leiktíð þar sem hann skorað 28 mörk í 41 leik. Besiktas fékk Gomez á láni frá Fiorentina og hann hjálpaði liðinu að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Mario Gomez hefur nú gefið það út að hann spili ekki áfram með Besiktas-liðinu vegna óvissuástandsins í Tyrklandi. BBC segir frá. Gomez notaði Fésbókina til að segja frá ákvörðun sinni og tók þar sérstaklega fram að það væru engar íþróttalegar ástæður fyrir því að hann vilji ekki spila í Tyrklandi. „Þetta var erfið ákvörðun sem ég þurfti að hugsa mikið um. Ég verð að segja stuðningsmönnum Besiktas að það sé mér þungbært að geta ekki spilað áfram fyrir þetta frábæran klúbb, fyrir framan þessa yndislegu stuðningsmenn og í þessum einstaka leikvangi," skrifaði Gomez. „Þetta snýst eingöngu um þá skelfilegu atburði sem gerðust síðustu daga. Ég vona að þið getið skilið það. Að baki er stórkostlegt ár þar sem meistaratitilinn var hápunkturinn. Ég vonast jafnframt til þess að þessi pólitísku vandamál munu leysast fljótt á friðsælan hátt," skrifaði Gomez.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira