Mario Gomez flýr Tyrkland vegna ástandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 21:45 Mario Gomez. Vísir/Getty Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum. Mario Gomez lék með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi og með því að skora tvö mörk í keppninni varð hann markahæsti leikmaður Þjóðverja í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mario Gomez átti mjög gott tímabil með Besiktas á síðustu leiktíð þar sem hann skorað 28 mörk í 41 leik. Besiktas fékk Gomez á láni frá Fiorentina og hann hjálpaði liðinu að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Mario Gomez hefur nú gefið það út að hann spili ekki áfram með Besiktas-liðinu vegna óvissuástandsins í Tyrklandi. BBC segir frá. Gomez notaði Fésbókina til að segja frá ákvörðun sinni og tók þar sérstaklega fram að það væru engar íþróttalegar ástæður fyrir því að hann vilji ekki spila í Tyrklandi. „Þetta var erfið ákvörðun sem ég þurfti að hugsa mikið um. Ég verð að segja stuðningsmönnum Besiktas að það sé mér þungbært að geta ekki spilað áfram fyrir þetta frábæran klúbb, fyrir framan þessa yndislegu stuðningsmenn og í þessum einstaka leikvangi," skrifaði Gomez. „Þetta snýst eingöngu um þá skelfilegu atburði sem gerðust síðustu daga. Ég vona að þið getið skilið það. Að baki er stórkostlegt ár þar sem meistaratitilinn var hápunkturinn. Ég vonast jafnframt til þess að þessi pólitísku vandamál munu leysast fljótt á friðsælan hátt," skrifaði Gomez. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum. Mario Gomez lék með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi og með því að skora tvö mörk í keppninni varð hann markahæsti leikmaður Þjóðverja í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mario Gomez átti mjög gott tímabil með Besiktas á síðustu leiktíð þar sem hann skorað 28 mörk í 41 leik. Besiktas fékk Gomez á láni frá Fiorentina og hann hjálpaði liðinu að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Mario Gomez hefur nú gefið það út að hann spili ekki áfram með Besiktas-liðinu vegna óvissuástandsins í Tyrklandi. BBC segir frá. Gomez notaði Fésbókina til að segja frá ákvörðun sinni og tók þar sérstaklega fram að það væru engar íþróttalegar ástæður fyrir því að hann vilji ekki spila í Tyrklandi. „Þetta var erfið ákvörðun sem ég þurfti að hugsa mikið um. Ég verð að segja stuðningsmönnum Besiktas að það sé mér þungbært að geta ekki spilað áfram fyrir þetta frábæran klúbb, fyrir framan þessa yndislegu stuðningsmenn og í þessum einstaka leikvangi," skrifaði Gomez. „Þetta snýst eingöngu um þá skelfilegu atburði sem gerðust síðustu daga. Ég vona að þið getið skilið það. Að baki er stórkostlegt ár þar sem meistaratitilinn var hápunkturinn. Ég vonast jafnframt til þess að þessi pólitísku vandamál munu leysast fljótt á friðsælan hátt," skrifaði Gomez.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira