Jimmy Walker: Fann fyrir miklum stuðningi

Walker og Jason Day, efsti maður heimslistans, börðust um sigurinn en sá fyrrnefndi hafði að lokum betur.
„Jason Day setti smá pressu á mig. Ég hugsaði að ég gæti klárað þetta með fugli á 17. holu,“ sagði Walker sigurreifur.
„Golf er ekki léttur leikur. Jason er sannur sigurvegari og sýndi það með því að ná erni á síðustu holunni. Ég þurfti því að ná pari og það tókst.“
Walker, sem er í 48. sæti heimslistans, segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi á meðan á keppninni í kvöld stóð.
„Það voru miklar tilfinningar í spilinu. Þetta var erfitt, ég ætla ekki að neita því. En ég fann mikinn stuðning frá áhorfendum,“ sagði Walker.
Tengdar fréttir

Jason Day sækir að Jimmy Walker
Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker er með eins höggs forystu á Jason Day fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi.

Jimmy Walker kláraði dæmið og tryggði sér sinn fyrsta risamótstitil
Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hrósaði sigri á PGA meistaramótinu í golfi sem lauk nú í kvöld.

Jimmy Walker enn með forystu
Kylfingar á PGA meistaramótinu í golfi keppast nú við að klára þriðja hringinn á mótinu.

Veðrið setti strik í reikninginn á þriðja keppnisdegi á PGA meistaramótinu
Hætta þurfti keppni á PGA meistaramótinu í golfi í dag vegna veðurs.

Streb komst upp að hlið Walker
Jimmy Walker og Richard Streb frá Bandaríkjunum eru efstir og jafnir eftir annan keppnisdaginn á PGA-Meistaramótinu í golfi.

Besti golfari heims lítill í sér fyrir titilvörnina á PGA-meistaramótinu
Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki.

Jimmy Walker með forystu á PGA-meistaramótinu
Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker er með forystu eftir fyrsta hringinn á PGA-meistaramótinu í golfi.