Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 11:34 Jóhannes er fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, segir að mikil virkni Pokémon-þjálfara í grennd við krána valdi viðskiptavinum sínum óþægindum. Nýlega auglýsti Fjörurkráin á Facebook að staðurinn væri kjörinn til Pokémon veiða, en nú er annað hljóð komið í strokkinn.DV greindi fyrst frá. „Maður veit það bara af kvörtununum sem eru að koma. Fólk er að taka þarna rafmagnstæki úr sambandi inni hjá okkur til að komast í innstungur. Þannig að það eru ýmis ónæði af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Ég hafði rosalega gaman af þessu fyrst en ég skildi ekkert í þessu að sjá þessa krakka úti um allt. Þetta eru orðið kannski 40 til 60 manns fyrir utan hjá manni þegar fer að rökkva þá fara gestirnir að kvarta.“ Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Segir Pokémon-þjálfara trufla hótelgesti Jóhannes segir ekki hafa neitt út á leikinn sjálfan að setja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki komið mér inn í þennan leik, en þetta er ágætisfólk og gaman að sjá að það er margt jákvætt við þetta, en þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn. Þetta er ábyggilega einn flottasti leikurinn fyrir svona krakka, þau hreyfa sig og svona og hlaupa á eftir þessu um allt þarna,“ segir Jóhann. Hann segir þetta þó hafa óhjákvæmileg áhrif á rekstur Fjörukrárinnar. Hann segir lausagang bíla seint á kvöldin hafa hvimleið áhrif á reksturinn. „Það eru gluggar þarna fyrir ofan og þar eru gestir sem eru að reyna að fara að sofa, kannski að fara í flug morguninn eftir. En þetta er ábyggilega mjög skemmtilegur leikur, ég efast ekki um það. Krakkarnir hlaupa á eftir þessu og guð má vita hvað.“Auglýsing sem birtist á Facebook síðu Fjörukrárinnar.Mynd/SkjáskotHafnarfjörðurinn fullur af áhugaverðum listaverkumPokéstop birtast yfirleitt við listaverk og áhugaverða staði og Pokémon-þjálfarar laðast að Fjörukránni vegna þess hve mörg slík Pokéstop eru í nágrenni staðarins. „Hafnarfjörðurinn er fullur af listaverkum. Það ættu ekki að vera nein vandræði að finna listaverk í Hafnarfirði, þau eru úti um allt. Víðistaðatúnið er til dæmis fullt af alls konar skúlpturum, og það er útivistarsvæði,“ segir Jóhannes. „Það er alls konar subbuskapur og óþrifnaður af þessu. Það er grindverk hérna, sem á að skilja að húsin, sem er búið að skemma. Það eru tugir þúsunda sem fara í að laga það. Ég er ekkert á móti þessu fólki þannig séð, ég er bara á móti því að hafa þetta þarna. Svo skislt mér að allir vilji hafa þetta, í guðanna bænum, það á að setja þetta á staði þar sem þetta veldur ekki þessu ónæði.“ Leitar aðstoðar hjá framleiðendum Pokémon Go 10. júlí síðastliðinn birtist færsla á Facebook síðu Fjörurkrárinnar þar sem gert var út á að þrjú pokéstop væru í grennd við staðinn. „Við erum ekki eingöngu frábær staður til að borða, drekka og sofa – við erum einnig frábært pokéstop“ stóð í færslunni, ásamt myndum af þeim pokéstoppum sem finna má í grennd staðarins. „Ég læt nú aðra starfsmenn sjá um Facebook fyrir mig, þannig að það er eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Þetta er unga kynslóðin. Þarna mætast unga og gamla,“ segir Jóhannes. Fjórar kvartanir hafa verið sendar til Niantic, framleiðanda leiksins Pokémon Go, vegna aðstæðna Jóhannesar, bæði frá starfsfólki og velunnurum. „Menn hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki út á þetta, en þetta er ekki sá markhópur sem við erum að leita að. Ég myndi ætla að um 70% af þessu séu krakkar frá 8 til 16 ára og það er ekki sá markhópur sem á að vera fyrir utan veitingastaði, hvað þá inni á þeim, klukkan tíu á kvöldin.“ Pokemon Go Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, segir að mikil virkni Pokémon-þjálfara í grennd við krána valdi viðskiptavinum sínum óþægindum. Nýlega auglýsti Fjörurkráin á Facebook að staðurinn væri kjörinn til Pokémon veiða, en nú er annað hljóð komið í strokkinn.DV greindi fyrst frá. „Maður veit það bara af kvörtununum sem eru að koma. Fólk er að taka þarna rafmagnstæki úr sambandi inni hjá okkur til að komast í innstungur. Þannig að það eru ýmis ónæði af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Ég hafði rosalega gaman af þessu fyrst en ég skildi ekkert í þessu að sjá þessa krakka úti um allt. Þetta eru orðið kannski 40 til 60 manns fyrir utan hjá manni þegar fer að rökkva þá fara gestirnir að kvarta.“ Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Segir Pokémon-þjálfara trufla hótelgesti Jóhannes segir ekki hafa neitt út á leikinn sjálfan að setja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki komið mér inn í þennan leik, en þetta er ágætisfólk og gaman að sjá að það er margt jákvætt við þetta, en þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn. Þetta er ábyggilega einn flottasti leikurinn fyrir svona krakka, þau hreyfa sig og svona og hlaupa á eftir þessu um allt þarna,“ segir Jóhann. Hann segir þetta þó hafa óhjákvæmileg áhrif á rekstur Fjörukrárinnar. Hann segir lausagang bíla seint á kvöldin hafa hvimleið áhrif á reksturinn. „Það eru gluggar þarna fyrir ofan og þar eru gestir sem eru að reyna að fara að sofa, kannski að fara í flug morguninn eftir. En þetta er ábyggilega mjög skemmtilegur leikur, ég efast ekki um það. Krakkarnir hlaupa á eftir þessu og guð má vita hvað.“Auglýsing sem birtist á Facebook síðu Fjörukrárinnar.Mynd/SkjáskotHafnarfjörðurinn fullur af áhugaverðum listaverkumPokéstop birtast yfirleitt við listaverk og áhugaverða staði og Pokémon-þjálfarar laðast að Fjörukránni vegna þess hve mörg slík Pokéstop eru í nágrenni staðarins. „Hafnarfjörðurinn er fullur af listaverkum. Það ættu ekki að vera nein vandræði að finna listaverk í Hafnarfirði, þau eru úti um allt. Víðistaðatúnið er til dæmis fullt af alls konar skúlpturum, og það er útivistarsvæði,“ segir Jóhannes. „Það er alls konar subbuskapur og óþrifnaður af þessu. Það er grindverk hérna, sem á að skilja að húsin, sem er búið að skemma. Það eru tugir þúsunda sem fara í að laga það. Ég er ekkert á móti þessu fólki þannig séð, ég er bara á móti því að hafa þetta þarna. Svo skislt mér að allir vilji hafa þetta, í guðanna bænum, það á að setja þetta á staði þar sem þetta veldur ekki þessu ónæði.“ Leitar aðstoðar hjá framleiðendum Pokémon Go 10. júlí síðastliðinn birtist færsla á Facebook síðu Fjörurkrárinnar þar sem gert var út á að þrjú pokéstop væru í grennd við staðinn. „Við erum ekki eingöngu frábær staður til að borða, drekka og sofa – við erum einnig frábært pokéstop“ stóð í færslunni, ásamt myndum af þeim pokéstoppum sem finna má í grennd staðarins. „Ég læt nú aðra starfsmenn sjá um Facebook fyrir mig, þannig að það er eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Þetta er unga kynslóðin. Þarna mætast unga og gamla,“ segir Jóhannes. Fjórar kvartanir hafa verið sendar til Niantic, framleiðanda leiksins Pokémon Go, vegna aðstæðna Jóhannesar, bæði frá starfsfólki og velunnurum. „Menn hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki út á þetta, en þetta er ekki sá markhópur sem við erum að leita að. Ég myndi ætla að um 70% af þessu séu krakkar frá 8 til 16 ára og það er ekki sá markhópur sem á að vera fyrir utan veitingastaði, hvað þá inni á þeim, klukkan tíu á kvöldin.“
Pokemon Go Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira