Flóttamenn á hlaupum María Bjarnadóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Muniði hvað það var geggjað þegar okkar menn rústuðu Evrópumeistaramótinu í fótbolta? Já, auðvitað. Allavega allir sem eru nýbúnir að fá bréf með sundurliðuðum minningum frá Frakklandi á yfirlitinu frá Visa. Nú styttist í að við getum aftur verið stolt af íþróttafólkinu okkar því að Ólympíuleikarnir eru að byrja í Brasilíu. Það verða líklega færri stuðningsmenn á staðnum þar en í Frakklandi svo við hvetjum úr sumarbústöðum eða stofusófanum umvafin fjölskyldu eða vinum. Fánalitir, andlitsmálning og sjónvarpslýsendur sem tryllast úr spennu. Áfram Ís-laaand! Sumir þátttakendur í Ríó keppa ekki undir merkjum landsins síns og sigrum þeirra og sorgum á mótinu fylgir ekkert þjóðarstolt sem snertir heila heimsálfu með víkingaklappi. Þau keppa undir merkjum flóttamanna. Sundkona sem komst yfir hafið frá Sýrlandi til Evrópu. Júdómaður sem var læstur inní búri af þjálfaranum sínum á Fílabeinsströndinni ef hann tapaði keppni. Hlaupari frá Suður-Súdan sem hefur ekki heyrt í eða af fjölskyldunni sinni þau 15 ár síðan hún flúði landið – hlaupandi. Ég legg til að við hvetjum líka flóttaíþróttamennina í Ríó úr sófanum. Ef þið viljið hafa stuðninginn í verki er hægt að bæta á Visa-reikninginn framlagi til UNICEF, UN Women, Rauða krossins eða Akkeris. Þú gætir verið að styðja Ólympíumeistara framtíðarinnar. Stuðning má einnig greiða með atkvæðum. Uppúr kjörkössunum í haust þarf að koma pólitískur stuðningur við flóttamenn og frið í stríðshrjáðum ríkjum. Við erum nefnilega í raun öll í sama liði. Húh!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Muniði hvað það var geggjað þegar okkar menn rústuðu Evrópumeistaramótinu í fótbolta? Já, auðvitað. Allavega allir sem eru nýbúnir að fá bréf með sundurliðuðum minningum frá Frakklandi á yfirlitinu frá Visa. Nú styttist í að við getum aftur verið stolt af íþróttafólkinu okkar því að Ólympíuleikarnir eru að byrja í Brasilíu. Það verða líklega færri stuðningsmenn á staðnum þar en í Frakklandi svo við hvetjum úr sumarbústöðum eða stofusófanum umvafin fjölskyldu eða vinum. Fánalitir, andlitsmálning og sjónvarpslýsendur sem tryllast úr spennu. Áfram Ís-laaand! Sumir þátttakendur í Ríó keppa ekki undir merkjum landsins síns og sigrum þeirra og sorgum á mótinu fylgir ekkert þjóðarstolt sem snertir heila heimsálfu með víkingaklappi. Þau keppa undir merkjum flóttamanna. Sundkona sem komst yfir hafið frá Sýrlandi til Evrópu. Júdómaður sem var læstur inní búri af þjálfaranum sínum á Fílabeinsströndinni ef hann tapaði keppni. Hlaupari frá Suður-Súdan sem hefur ekki heyrt í eða af fjölskyldunni sinni þau 15 ár síðan hún flúði landið – hlaupandi. Ég legg til að við hvetjum líka flóttaíþróttamennina í Ríó úr sófanum. Ef þið viljið hafa stuðninginn í verki er hægt að bæta á Visa-reikninginn framlagi til UNICEF, UN Women, Rauða krossins eða Akkeris. Þú gætir verið að styðja Ólympíumeistara framtíðarinnar. Stuðning má einnig greiða með atkvæðum. Uppúr kjörkössunum í haust þarf að koma pólitískur stuðningur við flóttamenn og frið í stríðshrjáðum ríkjum. Við erum nefnilega í raun öll í sama liði. Húh!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun