Gjald fyrir auðlindir Karen Kjartansdóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hérlendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bolmagn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni. Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld, vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og hvernig þau eru innheimt. Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfissjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarútvegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100 milljarða króna. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði. Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að innheimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiðigjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining. Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta skipti sem boðið er upp. Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun