Regnbogafáni málaður á húsvegg í Strandgötu í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 3. ágúst 2016 15:31 Strandgata 4. Mynd/Hafnarfjarðarbær Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30