Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 | Fylkismenn ná í dýrmætt stig Stefán Árni Pálsson skrifar 3. ágúst 2016 21:30 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika. vísir/anton Blikar og Fylkismenn gerði 1-1 jafntefli í 13. umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikar komust yfir með marki frá Damir Muminovic en það var Emil Ásmundsson sem jafnaði fyrir Fylki stuttu síðar í seinni hálfleiknum. Fylkismenn því komnir með níu stig en Blikar með 23 stig. Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Blikar voru töluvert sterkari í þessum leik en þeir nýttu ekki sín færi. Fylkismenn misstu að þessu sinni ekki hausinn og það var pressað stíft á þá undir blálok leiksins. Það eru jákvæðar fréttir fyrir Árbæinga. Það hefur verið vandamál hjá Fylkismönnum að halda einbeitingu út allan leikinn og hefur liðið fengið á sig mörk undir lokin. Í kvöld var einbeitingin til staðar og svona stig gæti hæglega komið liðinu í gang. Blikar þurfa nauðsynlega að sýna einhvern stöðuleika til að blanda sér fyrir alvöru í toppbaráttuna. Liðið verður aldrei Íslandsmeistari með þessari spilamennsku.Þessir stóðu upp úrOliver Sigurjónsson var frábær inni á miðjunni hjá Blikum og dreifði spilinu vel. Sonni Ragnar Nattestad var einnig frábær í vörn Fylkis og verður hann greinilega mikill happafengur fyrir lið eins og Fylki sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson var einnig mjög góður í liði Fylkis í kvöld.Hvað gekk illa?Blikum gekk ekki vel að skapa sér mjög góð færi. Þau voru alltof oft sæmileg og þá er erfiðara að skora. Spilið á síðasta þriðjungi Blika þarf að vera miklu betra en liðið sýndi í kvöld. Fylkismenn fá alltaf á sig mark og lið sem er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni þarf að halda markinu hreinu. Það verður að vera fyrsta markmið.Hvað gerist næst?Fylkismenn fá Valsmenn í heimsókn og verða þeir að nýta sér það að Valsmenn eiga að spila til úrslita í Borgunarbikarnum nokkrum dögum síðar. Blikar mæta Víkingi R. og þá verður liðið að vinna, annars eru titilvonir þeirra úr sögunni. Arnar: "Vorum bara ekki alveg með hausinn rétt skrúfaðan á“vísir/anton„Ég er engan veginn sáttur við þessi úrslit,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Þeir vörðust vel, voru þéttir og gerði hlutina erfitt fyrir okkur. Við vorum auðvitað bara klaufar að nýta ekki okkur þá stöðu að vera komnir yfir. Við fengum mark strax á okkur og þeir komast aftur inn í leikinn.“ Arnar var ekki sáttur með hversu illa þeir nýttu þau fáu færi sem Breiðablik skapaði sér í kvöld. „Við vorum hugmyndasnauðir á síðasta þriðjungnum og áttum að gera miklu betur þar. Það er ekki nóg að vera með boltann meira og minna allan leikinn, við þurfum að gera eitthvað við hann.“ Arnar segir að það hefði einfaldlega átt að duga að komast yfir á móti liði eins og Fylki. „Það voru röð mistaka í aðdraganda marksins sem við fengum á okkur og við vorum bara ekki alveg með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Hermann: "Við höfum níu leiki til að bjarga okkur“Hermann Hreiðarssonvísir/hanna„Maður þarf að halda einbeitingu allan leikinn og það gekk loksins hjá okkur í dag,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. Það fór smá um Hermann undir lok leiksins þegar staðan var 1-1 og lítið eftir. „Þetta hefur ekki verið okkar besti tími, undir lok leikjanna. Við fengum aftur á móti tvö bestu færin undir lokin og hefðum alveg átt skilið að vinna þennan leik.“ Jose Sito fékk algjört dauðafæri undir lok leiksins. „Já hann hefði vissulega átt að gera betur en þegar sjálfstraustið er ekki mikið þá vill svona vera erfitt. Menn eru samt búnir að æfa gríðarlega vel undanfarið og margir hverjir aukalega.“ Hermann segir að það hafi verið gríðarlega mikilvægt að jafna strax í næstu sókn þegar Blikarnir skoruðu. „Þetta er brött brekka en heildarbragur liðsins er að verða mun betri og við vitum það að við getum bjargað okkur. Við höfum níu leiki til þess.“ Oliver: Við þurfum að gíra okkur upp og fara skora einhver mörk„Það var ekki mikið spjallað inni í klefa eftir leik, við erum alls ekki sáttur með þessi úrslit,“ segir Oliver Sigurjónsson, leikmaður Blika, eftir leikinn. „Menn eru virkilega pirraðir og þetta eru hundrað prósent tvö töpuð stig. Það er mjög blóðugt að fá á sig mark strax í andlitið eftir að við skorum.“ Hann segir að Blikarnir hafi verið mikið betri í leiknum. „Þeir áttu ekki séns í okkur neins staðar á vellinum, fyrir utan kannski í loftinu í sínum teig. Þeir áttu ekkert í þessum leik.“ Oliver segir að liðið þurfi einfaldlega að skora fleiri mörk. „Varnarleikurinn er fínn hjá liðinu en við verðum að fara skora, spila hraðar og gíra okkur almennilega upp.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Blikar og Fylkismenn gerði 1-1 jafntefli í 13. umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikar komust yfir með marki frá Damir Muminovic en það var Emil Ásmundsson sem jafnaði fyrir Fylki stuttu síðar í seinni hálfleiknum. Fylkismenn því komnir með níu stig en Blikar með 23 stig. Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Blikar voru töluvert sterkari í þessum leik en þeir nýttu ekki sín færi. Fylkismenn misstu að þessu sinni ekki hausinn og það var pressað stíft á þá undir blálok leiksins. Það eru jákvæðar fréttir fyrir Árbæinga. Það hefur verið vandamál hjá Fylkismönnum að halda einbeitingu út allan leikinn og hefur liðið fengið á sig mörk undir lokin. Í kvöld var einbeitingin til staðar og svona stig gæti hæglega komið liðinu í gang. Blikar þurfa nauðsynlega að sýna einhvern stöðuleika til að blanda sér fyrir alvöru í toppbaráttuna. Liðið verður aldrei Íslandsmeistari með þessari spilamennsku.Þessir stóðu upp úrOliver Sigurjónsson var frábær inni á miðjunni hjá Blikum og dreifði spilinu vel. Sonni Ragnar Nattestad var einnig frábær í vörn Fylkis og verður hann greinilega mikill happafengur fyrir lið eins og Fylki sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson var einnig mjög góður í liði Fylkis í kvöld.Hvað gekk illa?Blikum gekk ekki vel að skapa sér mjög góð færi. Þau voru alltof oft sæmileg og þá er erfiðara að skora. Spilið á síðasta þriðjungi Blika þarf að vera miklu betra en liðið sýndi í kvöld. Fylkismenn fá alltaf á sig mark og lið sem er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni þarf að halda markinu hreinu. Það verður að vera fyrsta markmið.Hvað gerist næst?Fylkismenn fá Valsmenn í heimsókn og verða þeir að nýta sér það að Valsmenn eiga að spila til úrslita í Borgunarbikarnum nokkrum dögum síðar. Blikar mæta Víkingi R. og þá verður liðið að vinna, annars eru titilvonir þeirra úr sögunni. Arnar: "Vorum bara ekki alveg með hausinn rétt skrúfaðan á“vísir/anton„Ég er engan veginn sáttur við þessi úrslit,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Þeir vörðust vel, voru þéttir og gerði hlutina erfitt fyrir okkur. Við vorum auðvitað bara klaufar að nýta ekki okkur þá stöðu að vera komnir yfir. Við fengum mark strax á okkur og þeir komast aftur inn í leikinn.“ Arnar var ekki sáttur með hversu illa þeir nýttu þau fáu færi sem Breiðablik skapaði sér í kvöld. „Við vorum hugmyndasnauðir á síðasta þriðjungnum og áttum að gera miklu betur þar. Það er ekki nóg að vera með boltann meira og minna allan leikinn, við þurfum að gera eitthvað við hann.“ Arnar segir að það hefði einfaldlega átt að duga að komast yfir á móti liði eins og Fylki. „Það voru röð mistaka í aðdraganda marksins sem við fengum á okkur og við vorum bara ekki alveg með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Hermann: "Við höfum níu leiki til að bjarga okkur“Hermann Hreiðarssonvísir/hanna„Maður þarf að halda einbeitingu allan leikinn og það gekk loksins hjá okkur í dag,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. Það fór smá um Hermann undir lok leiksins þegar staðan var 1-1 og lítið eftir. „Þetta hefur ekki verið okkar besti tími, undir lok leikjanna. Við fengum aftur á móti tvö bestu færin undir lokin og hefðum alveg átt skilið að vinna þennan leik.“ Jose Sito fékk algjört dauðafæri undir lok leiksins. „Já hann hefði vissulega átt að gera betur en þegar sjálfstraustið er ekki mikið þá vill svona vera erfitt. Menn eru samt búnir að æfa gríðarlega vel undanfarið og margir hverjir aukalega.“ Hermann segir að það hafi verið gríðarlega mikilvægt að jafna strax í næstu sókn þegar Blikarnir skoruðu. „Þetta er brött brekka en heildarbragur liðsins er að verða mun betri og við vitum það að við getum bjargað okkur. Við höfum níu leiki til þess.“ Oliver: Við þurfum að gíra okkur upp og fara skora einhver mörk„Það var ekki mikið spjallað inni í klefa eftir leik, við erum alls ekki sáttur með þessi úrslit,“ segir Oliver Sigurjónsson, leikmaður Blika, eftir leikinn. „Menn eru virkilega pirraðir og þetta eru hundrað prósent tvö töpuð stig. Það er mjög blóðugt að fá á sig mark strax í andlitið eftir að við skorum.“ Hann segir að Blikarnir hafi verið mikið betri í leiknum. „Þeir áttu ekki séns í okkur neins staðar á vellinum, fyrir utan kannski í loftinu í sínum teig. Þeir áttu ekkert í þessum leik.“ Oliver segir að liðið þurfi einfaldlega að skora fleiri mörk. „Varnarleikurinn er fínn hjá liðinu en við verðum að fara skora, spila hraðar og gíra okkur almennilega upp.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira