Nýi Samsung-síminn búinn augnskanna
Atli Ísleifsson skrifar
Galaxy Note 7, nýja flaggskip tæknirisans Samsung á farsímamarkaði, verður búinn augnskanna (e. iris-scanner) sem notaður er til að opna símann.
Áætlað er að síminn komi á markað síðar í þessum mánuði.
Samsung kynnti símann í gær og má sjá kynningarmyndband fyrirtækisins að neðan.