Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fylkir 1-2 | Albert Brynjar tryggði Fylki lífsnauðsynlegan sigur 18. ágúst 2016 20:00 Albert Brynjar Ingason hélt Fylki á lífi í botnbaráttunni í Pepsi-deild karla með tveimur mörkum gegn ÍBV í kvöld, en Fylkir vann 2-1 sigur á Eyjamönnum í Vestmannaeyjum í dag. Albert kom Fylkir yfir í fyrri hálfleik, en Elvar Ingi Vignisson jafnaði metin með sínu fyrsta marki í efstu deild í upphafi síðari hálfleiks og einhverjir bjuggust við því að Eyjamenn myndu eflast við það. Albert var ekki á sama máli. Hann var aftur á ferðinni ellefu mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði sigurmarkið og tryggði Fylki þennan rosalega mikilvæga sigur, en hefðu þeir tapað stigum í kvöld hefði þetta verið erfitt.Afhverju vann Fylkir? Varnarmistök ÍBV í sigurmarki Fylkis varð til þess að sigurinn endaði Fylkismanna. Andri Ólafsson lenti í vandræðum með hreinsun Tómasar Þorsteinssonar, nánast frá endalínu Fylkis og Albert Brynjar slapp einn í gegn. Barátta Fylkismanna var til fyrirmyndar, en Eyjamenn voru síst lakari aðilinn. Þeim gekk reyndar ekki sérlega vel að skapa sér marktækifæri og Fylkismenn unnu þennan mikilvæga sigur.Þessar stóðu uppúr Albert Brynjar Ingason var hetja kvöldsins. Hann skoraði bæði mörk Fylkis og herra Fylkir tryggði þeim þennan lífsnauðsynlegan sigur. Hann var síógnandi i fremstu víglínu, en einnig var Ólafur Íshólm Ólafsson öflugur í marki Fylkis. Hjá ÍBV voru fáir sem stóðu uppúr. Pablo Punyed gerði vel þegar hann fékk boltann, en það var ekki oft sem hann komst í hann. Hafsteinn Briem og Aron Bjarnason voru einnig öflugir, en það er gömul saga og ný hjá heimamönnum, að þeir séu frískastir. Hvað gekk illa? Miðja ÍBV var galopin í fyrri hálfleik, þá sérstaklega fyrri hluta hálfleiksins, og Fylkismenn herjuðu vel á vinstri bakvörð Eyjamenna, hinn unga Felix Friðiksson, og markið kom eftir fyrirgjöf þaðan. Báðum liðum gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri, en Eyjamönnum þá sérlega illa að koma boltanum inn fyrir línuna. Þeir voru mikið með boltann, en gekk illa að koma boltanum yfir línuna í þeim færum sem þeir fengu. Þeir spiluðu einnig of kaflaskipt, en náðu ekki að tengja saman góða kafla.Hvað gerist næst? Fylkismenn eru komnir með blóð á tennurnar og eru í 11. sæti með 13 stig, einungis fjórum stigum frá ÍBV sem er í tíunda sætinu. Næst fær Fylkir Skagamenn í heimsókn og það er skyldusigur ætli þeir að halda sér í deild þeirra bestu. Eyjamenn fara hins vegar í Víkina og mæta þar Víkingi Reykjavík, en Eyjamenn eru fyrir fullt og allt komnir í fallbaráttu eftir þessi úrslit í Eyjum í kvöld. Spennandi vikur af Pepsi-deild karla framundan. Hermann: 3-0 hefði ekki verið vitlaust„Við höfðum þetta. Þetta var stórkostlegur sigur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, við Vísi í leikslok. „Þetta telur hrikalega mikið og gefur okkur svakalega trú og allt með því. Þegar þú ert að leiða með einu marki getur allt gerst, þannig þú ert aldrei rólegur." „Við byrjuðum af svaka krafti og þar fáum við færi og stöður til þess að ganga frá leiknum, en það er algjör synd að hafa bara verið í 1-0. 3-0 hefði ekki verið vitlaust." Fylkismenn byrjuðu af miklum krafti og skoruðu gott mark í byrjun leiks, en hefðu getað fylgt því betur á eftir með fleiri mörkum að sögn Hermanns. „Það voru þvílík dauðafæri hérna í byrjun og það var kraftur í okkur. Þar settum við tóninn, en síðustu tuttugu mínúturnar veit ég ekki hvað gerist. Allt tempó úr pressunni fór og við hleyptum þeim alltof ofarlega á völlinn, en náðum að halda út fram í hálfleik." „Við byrjum svo alveg eins í byrjun síðari hálfleik og sterkari og fáum dauðafæri. Það var svakalega fúlt og sárt að fá á sig jöfnunarmark, en manni fannst það helvíti hart. Það var frábært að skora þetta sigurmark því þessi stig voru fyllilega verðskulduð." Fylkismenn hafa tapað stigum á lokamínútum leikja í sumar og Hermann segir að hann hafi viljað að sínir menn hefðu gert út um leikinn fyrr. „Við höfum rekið okkur á það fyrr í sumar að þegar við höfum ekki nýtt færin okkar að þá höfum við fengið það í hnakkann. Sem betur fer komum við aftur og Albert kláraði þetta frábærlega í síðari hálfleik og við vörðumst vel eftir það. Við viljum þetta ennþá." Aðspurður út í dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson, segir Hermann að hann hafi verið nokkuð sáttur við hann í dag, þó það sé alltaf þannig að það eru ekki allir sáttir. „Var þetta ekki sitt lítið af hverju í báðar áttir? Ég held að hann hafi komist ágætlega frá þessum leik. Það er alltaf eitthvað og ekki allir sáttir, en ég held að hann hafi sloppið," sagði Hermann að lokum. Bjarni Jó: Erum að sogast í fallbaráttuna„Ég segi nú lítið eftir svona tap. Það er sárt að tapa þessu því við lögðum það mikið í leikinn og áttum flotta kafla, en mistökin kostuðu okkur sigurinn," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. „Við vorum rólegir i byrjun, en áttum frábæran hálftíma þar sem við hefðum þurft að jafna. Við náðum því ekki, en náðum því í seinni hálfleik og eftir það fannst mér þetta vera 50-50 leikur." „Við gerðum fleiri mistök en þeir. Klaufalegt mark sem við fengum á okkur og við náðum aldrei að ógna eftir það." „Það eina í sóknarleiknum sem gekk ekki var að ýta boltanum yfir línuna. Við sköpuðum okkur fín færi, komumst vel á bakvið þá og það var allt í fínu lagi með þá eins og upp var lagt." „Okkur vantaði þetta að skora mörk og skotin voru yfir. Við ætluðum alltaf að leika einu sinni enn á manninn, en það er sárt að tapa þessu eins og staðan er í dag." „Við erum að sogast niður í fallbaráttuna. Það er ekkert flókið. Þetta verður bara hörð barátta út mótið," sagði Bjarni við Vísi að lokum. Albert Brynjar: Gríðarlega mikill léttirAlbert og félagar gátu fagnað í kvöld.vísir/anton„Við vorum svekktir með að vera ekki komnir í enn betri stöðu í hálfleik, en getum einnig þakkað fyrir það að vera ennþá yfir í hálfleik," sagði hetjan, Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Fylkis í leikslok. „Eins og leikurinn byrjaði og hversu vel við spiluðum fram að marki þá er algjör synd að við höfum ekki haldið því áfram og lokað þessum leik. Við féllum alltof aftarlega eftir að við komumst yfir." „Við ákváðum í hálfleik að færa okkur ofar á völlinn eins og við byrjuðum leikinn. Við ræddum það vel saman hversu mikið við vorum búnir að falla niður og það væri algjör óþarfi." „Við ræddum hversu mikil gæði voru í liðinu fyrstu 20-25 mínúturnar og vorum bara allir sammála um að færa okkur ofar, pressa meira á þá og ná aftur þessu spili sem við sýndum í fyrri hálfleik og við náðum því." Sigurinn er lífsnauðsynlegur fyrir Albert og félaga í Fylki, en þeir eru enn á lífi í botnbaráttunni eftir þennan sigur. Hefðu þeir tapað stigum í kvöld hefði þetta orðið mjög, mjög erfitt. „Gríðarlega mikill léttir að vinna hérna og vissulega hefði þetta ekki verið búið hefðum við ekki náð því, en við leikmenn erum búnir að segja það leik eftir leik að frammistaðan hefur verið fín en ekki þrír punktar." „Í dag féll það loksins með okkur og við náðum þessum þremur stigum sem mér fannst við eiga skilið," sagði Albert Brynjar við Vísi að lokum. Elvar Ingi: Tók bara hlaupið og vonaði það bestaElvar skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í kvöld.vísir/anton„Þeir nýttu færin betur en við. Það er bara svo einfalt," sagði Elvar Ingi Vignisson, framherji ÍBV, sem skoraði mark ÍBV í leiknum í kvöld, en það var hans fyrsta í efstu deild. „Við fengum færi til að skora, en ég held að þeir hafi ekki fengið jafn mögr færi og við. Ég held að færanýtingin hafi skilið á milli." „Ég bara veit það ekki. Ég var ekki að horfa á línuna, ég tók bara hlaupið og vonaði það besta," sagði Elvar aðspurður um hvort hann hafi verið rangstæður í markinu sem hann skoraði. „Það var kominn tími til að boltinn fór inn í þetta helvítis mark. Ég var mjög ánægður með það. Þetta er búið að vera markaþurrð í sumar." „Því miður var markið mitt ekki nóg, en stundum er þetta bara svona," en hvað segir Elvar um stöðuna sem þeir eru komnir í? „Ég er hræddur um að við séum að sogast niður. Við erum komnir í mikla fallbaráttu, en nú komum við bara í næstu leiki og tökum þetta," sagði markaskorarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Albert Brynjar Ingason hélt Fylki á lífi í botnbaráttunni í Pepsi-deild karla með tveimur mörkum gegn ÍBV í kvöld, en Fylkir vann 2-1 sigur á Eyjamönnum í Vestmannaeyjum í dag. Albert kom Fylkir yfir í fyrri hálfleik, en Elvar Ingi Vignisson jafnaði metin með sínu fyrsta marki í efstu deild í upphafi síðari hálfleiks og einhverjir bjuggust við því að Eyjamenn myndu eflast við það. Albert var ekki á sama máli. Hann var aftur á ferðinni ellefu mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði sigurmarkið og tryggði Fylki þennan rosalega mikilvæga sigur, en hefðu þeir tapað stigum í kvöld hefði þetta verið erfitt.Afhverju vann Fylkir? Varnarmistök ÍBV í sigurmarki Fylkis varð til þess að sigurinn endaði Fylkismanna. Andri Ólafsson lenti í vandræðum með hreinsun Tómasar Þorsteinssonar, nánast frá endalínu Fylkis og Albert Brynjar slapp einn í gegn. Barátta Fylkismanna var til fyrirmyndar, en Eyjamenn voru síst lakari aðilinn. Þeim gekk reyndar ekki sérlega vel að skapa sér marktækifæri og Fylkismenn unnu þennan mikilvæga sigur.Þessar stóðu uppúr Albert Brynjar Ingason var hetja kvöldsins. Hann skoraði bæði mörk Fylkis og herra Fylkir tryggði þeim þennan lífsnauðsynlegan sigur. Hann var síógnandi i fremstu víglínu, en einnig var Ólafur Íshólm Ólafsson öflugur í marki Fylkis. Hjá ÍBV voru fáir sem stóðu uppúr. Pablo Punyed gerði vel þegar hann fékk boltann, en það var ekki oft sem hann komst í hann. Hafsteinn Briem og Aron Bjarnason voru einnig öflugir, en það er gömul saga og ný hjá heimamönnum, að þeir séu frískastir. Hvað gekk illa? Miðja ÍBV var galopin í fyrri hálfleik, þá sérstaklega fyrri hluta hálfleiksins, og Fylkismenn herjuðu vel á vinstri bakvörð Eyjamenna, hinn unga Felix Friðiksson, og markið kom eftir fyrirgjöf þaðan. Báðum liðum gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri, en Eyjamönnum þá sérlega illa að koma boltanum inn fyrir línuna. Þeir voru mikið með boltann, en gekk illa að koma boltanum yfir línuna í þeim færum sem þeir fengu. Þeir spiluðu einnig of kaflaskipt, en náðu ekki að tengja saman góða kafla.Hvað gerist næst? Fylkismenn eru komnir með blóð á tennurnar og eru í 11. sæti með 13 stig, einungis fjórum stigum frá ÍBV sem er í tíunda sætinu. Næst fær Fylkir Skagamenn í heimsókn og það er skyldusigur ætli þeir að halda sér í deild þeirra bestu. Eyjamenn fara hins vegar í Víkina og mæta þar Víkingi Reykjavík, en Eyjamenn eru fyrir fullt og allt komnir í fallbaráttu eftir þessi úrslit í Eyjum í kvöld. Spennandi vikur af Pepsi-deild karla framundan. Hermann: 3-0 hefði ekki verið vitlaust„Við höfðum þetta. Þetta var stórkostlegur sigur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, við Vísi í leikslok. „Þetta telur hrikalega mikið og gefur okkur svakalega trú og allt með því. Þegar þú ert að leiða með einu marki getur allt gerst, þannig þú ert aldrei rólegur." „Við byrjuðum af svaka krafti og þar fáum við færi og stöður til þess að ganga frá leiknum, en það er algjör synd að hafa bara verið í 1-0. 3-0 hefði ekki verið vitlaust." Fylkismenn byrjuðu af miklum krafti og skoruðu gott mark í byrjun leiks, en hefðu getað fylgt því betur á eftir með fleiri mörkum að sögn Hermanns. „Það voru þvílík dauðafæri hérna í byrjun og það var kraftur í okkur. Þar settum við tóninn, en síðustu tuttugu mínúturnar veit ég ekki hvað gerist. Allt tempó úr pressunni fór og við hleyptum þeim alltof ofarlega á völlinn, en náðum að halda út fram í hálfleik." „Við byrjum svo alveg eins í byrjun síðari hálfleik og sterkari og fáum dauðafæri. Það var svakalega fúlt og sárt að fá á sig jöfnunarmark, en manni fannst það helvíti hart. Það var frábært að skora þetta sigurmark því þessi stig voru fyllilega verðskulduð." Fylkismenn hafa tapað stigum á lokamínútum leikja í sumar og Hermann segir að hann hafi viljað að sínir menn hefðu gert út um leikinn fyrr. „Við höfum rekið okkur á það fyrr í sumar að þegar við höfum ekki nýtt færin okkar að þá höfum við fengið það í hnakkann. Sem betur fer komum við aftur og Albert kláraði þetta frábærlega í síðari hálfleik og við vörðumst vel eftir það. Við viljum þetta ennþá." Aðspurður út í dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson, segir Hermann að hann hafi verið nokkuð sáttur við hann í dag, þó það sé alltaf þannig að það eru ekki allir sáttir. „Var þetta ekki sitt lítið af hverju í báðar áttir? Ég held að hann hafi komist ágætlega frá þessum leik. Það er alltaf eitthvað og ekki allir sáttir, en ég held að hann hafi sloppið," sagði Hermann að lokum. Bjarni Jó: Erum að sogast í fallbaráttuna„Ég segi nú lítið eftir svona tap. Það er sárt að tapa þessu því við lögðum það mikið í leikinn og áttum flotta kafla, en mistökin kostuðu okkur sigurinn," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. „Við vorum rólegir i byrjun, en áttum frábæran hálftíma þar sem við hefðum þurft að jafna. Við náðum því ekki, en náðum því í seinni hálfleik og eftir það fannst mér þetta vera 50-50 leikur." „Við gerðum fleiri mistök en þeir. Klaufalegt mark sem við fengum á okkur og við náðum aldrei að ógna eftir það." „Það eina í sóknarleiknum sem gekk ekki var að ýta boltanum yfir línuna. Við sköpuðum okkur fín færi, komumst vel á bakvið þá og það var allt í fínu lagi með þá eins og upp var lagt." „Okkur vantaði þetta að skora mörk og skotin voru yfir. Við ætluðum alltaf að leika einu sinni enn á manninn, en það er sárt að tapa þessu eins og staðan er í dag." „Við erum að sogast niður í fallbaráttuna. Það er ekkert flókið. Þetta verður bara hörð barátta út mótið," sagði Bjarni við Vísi að lokum. Albert Brynjar: Gríðarlega mikill léttirAlbert og félagar gátu fagnað í kvöld.vísir/anton„Við vorum svekktir með að vera ekki komnir í enn betri stöðu í hálfleik, en getum einnig þakkað fyrir það að vera ennþá yfir í hálfleik," sagði hetjan, Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Fylkis í leikslok. „Eins og leikurinn byrjaði og hversu vel við spiluðum fram að marki þá er algjör synd að við höfum ekki haldið því áfram og lokað þessum leik. Við féllum alltof aftarlega eftir að við komumst yfir." „Við ákváðum í hálfleik að færa okkur ofar á völlinn eins og við byrjuðum leikinn. Við ræddum það vel saman hversu mikið við vorum búnir að falla niður og það væri algjör óþarfi." „Við ræddum hversu mikil gæði voru í liðinu fyrstu 20-25 mínúturnar og vorum bara allir sammála um að færa okkur ofar, pressa meira á þá og ná aftur þessu spili sem við sýndum í fyrri hálfleik og við náðum því." Sigurinn er lífsnauðsynlegur fyrir Albert og félaga í Fylki, en þeir eru enn á lífi í botnbaráttunni eftir þennan sigur. Hefðu þeir tapað stigum í kvöld hefði þetta orðið mjög, mjög erfitt. „Gríðarlega mikill léttir að vinna hérna og vissulega hefði þetta ekki verið búið hefðum við ekki náð því, en við leikmenn erum búnir að segja það leik eftir leik að frammistaðan hefur verið fín en ekki þrír punktar." „Í dag féll það loksins með okkur og við náðum þessum þremur stigum sem mér fannst við eiga skilið," sagði Albert Brynjar við Vísi að lokum. Elvar Ingi: Tók bara hlaupið og vonaði það bestaElvar skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í kvöld.vísir/anton„Þeir nýttu færin betur en við. Það er bara svo einfalt," sagði Elvar Ingi Vignisson, framherji ÍBV, sem skoraði mark ÍBV í leiknum í kvöld, en það var hans fyrsta í efstu deild. „Við fengum færi til að skora, en ég held að þeir hafi ekki fengið jafn mögr færi og við. Ég held að færanýtingin hafi skilið á milli." „Ég bara veit það ekki. Ég var ekki að horfa á línuna, ég tók bara hlaupið og vonaði það besta," sagði Elvar aðspurður um hvort hann hafi verið rangstæður í markinu sem hann skoraði. „Það var kominn tími til að boltinn fór inn í þetta helvítis mark. Ég var mjög ánægður með það. Þetta er búið að vera markaþurrð í sumar." „Því miður var markið mitt ekki nóg, en stundum er þetta bara svona," en hvað segir Elvar um stöðuna sem þeir eru komnir í? „Ég er hræddur um að við séum að sogast niður. Við erum komnir í mikla fallbaráttu, en nú komum við bara í næstu leiki og tökum þetta," sagði markaskorarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira