Frábær skemmtun í fjarlægri stjörnuþoku Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2016 20:15 Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens, eins og nafnið gefur til kynna. Lego Star Wars: The Force Awakens fylgir söguþræði myndarinnar eftir en einnig er hægt að ferðast um stjörnuþokuna (sem er í órafjarlægð og í raun gerist leikurinn fyrir löngu, löngu, síðan) og leika sér að vild við að safna gylltum legokubbum, persónum og öðru. Að mestu snýst leikurinn um að berjast gegn Stormsveitum Fyrstu reglunnar og að leysa ýmsar þrautir. Flestar þrautirnar eru leystar með því að brjóta eitthvað og byggja eitthvað nýtt úr því. Þá má finna margar þrautir sem eingöngu sérstakar persónur geta leyst og því er alltaf hægt að spila borð aftur með öðrum persónum og gera eitthvað nýtt.Tveir geta spilað leikinn saman sem er töluvert skemmtilegra en að spila hann einn. Þannig geta foreldrar til dæmis spilað með börnum sínum. Ég verð að viðurkenna að ég hló (mögulega óeðlilega) mikið að leiknum, sem er stútfullur af gríni fyrir bæði fullorðna og þá sem yngri eru. Í leiknum er hægt að spila sem rúmlega 200 mismunandi persónur og hægt er að aka og fljúga fjölda farartækja. Meðal persóna eru Rey, Finn, Poe, Darth Vader, Darth Maul, Leia Organa, Poe Dameron og margir margir fleiri. Þá eru oft á tíðum margar útgáfur af mismunandi persónum. Þar að auki eru fjölmargar persónur sem hefur ekki farið mikið fyrir í sögunni. Einnig má finna nokkur aukaborð með því að safna gylltum kubbum. Eitt þeirra fjallar til dæmis um það hvernig Han og Chewie gómuðu skrímslin sem gengu berserksgang um skip þeirra í myndinni.LSW: TFA reynir alls ekki að taka sig alvarlega. Það er lítið hægt að segja um eða setja út á grafík þar sem persónur leiksins og umhverfi er byggt úr legokubbum. Setningar úr kvikmyndinni eru oft á tíðum notaðar til þess að talsetja leikinn og verður stundum skrítið. Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens, eins og nafnið gefur til kynna. Lego Star Wars: The Force Awakens fylgir söguþræði myndarinnar eftir en einnig er hægt að ferðast um stjörnuþokuna (sem er í órafjarlægð og í raun gerist leikurinn fyrir löngu, löngu, síðan) og leika sér að vild við að safna gylltum legokubbum, persónum og öðru. Að mestu snýst leikurinn um að berjast gegn Stormsveitum Fyrstu reglunnar og að leysa ýmsar þrautir. Flestar þrautirnar eru leystar með því að brjóta eitthvað og byggja eitthvað nýtt úr því. Þá má finna margar þrautir sem eingöngu sérstakar persónur geta leyst og því er alltaf hægt að spila borð aftur með öðrum persónum og gera eitthvað nýtt.Tveir geta spilað leikinn saman sem er töluvert skemmtilegra en að spila hann einn. Þannig geta foreldrar til dæmis spilað með börnum sínum. Ég verð að viðurkenna að ég hló (mögulega óeðlilega) mikið að leiknum, sem er stútfullur af gríni fyrir bæði fullorðna og þá sem yngri eru. Í leiknum er hægt að spila sem rúmlega 200 mismunandi persónur og hægt er að aka og fljúga fjölda farartækja. Meðal persóna eru Rey, Finn, Poe, Darth Vader, Darth Maul, Leia Organa, Poe Dameron og margir margir fleiri. Þá eru oft á tíðum margar útgáfur af mismunandi persónum. Þar að auki eru fjölmargar persónur sem hefur ekki farið mikið fyrir í sögunni. Einnig má finna nokkur aukaborð með því að safna gylltum kubbum. Eitt þeirra fjallar til dæmis um það hvernig Han og Chewie gómuðu skrímslin sem gengu berserksgang um skip þeirra í myndinni.LSW: TFA reynir alls ekki að taka sig alvarlega. Það er lítið hægt að segja um eða setja út á grafík þar sem persónur leiksins og umhverfi er byggt úr legokubbum. Setningar úr kvikmyndinni eru oft á tíðum notaðar til þess að talsetja leikinn og verður stundum skrítið. Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira