Geir: Félögin ráða í hvað EM-peningarnir fara | Ekkert eftirlit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2016 19:48 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira