KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM.
Þessum fjármunum skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna.
Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar síðastliðinn var tilkynnt að 300 milljónum króna yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA.
Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.
Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 3 ár, 2014, 2015 og 2016 eða yfir það tímabil sem Evrópumótið í knattspyrnu náði yfir.
Félögum er síðan skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru 17 félög sem bestum árangri hafa náð í deildarkeppninni, í öðrum flokki 30 félögum sem þar koma á eftir og síðan er þriðji flokkurinn félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi.
Félögin í fyrsta flokki fá 181 m. kr. til skipta, félögin í öðrum flokki 140 m. kr. og félögin í þriðja flokki 2,8 m. kr. Félögin í fyrsta og öðrum flokki fá einnig 1 m. kr. skilyrt framlag vegna þátttöku í sérstöku unglingaþjálfaranámskeiði KSÍ (UEFA elite youth).
Að lokum er úthlutað 82 m. kr. til félaga í efstu tveimur deildum karla 2016 og efstu deild kvenna 2016 vegna markaðsáhrifa Evrópumótsins. Félög í Pepsi-deild karla fá 4 m. kr., félög í Inkasso-deild karla 2 m. kr. og félög í Pepsi-deild kvenna 1 m. kr. Fjármunum sem nú er veitt til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Framlagið verður greitt til aðildarfélaga í tvennu lagi.
Sjá má skiptingu fjármunana hér á vef KSÍ.
Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti