Sigurður Egill Lárusson var hetja Valsmanna í 2-0 sigri á ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins í dag en Sigurður skoraði bæði mörk Valsmanna í dag.
Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 2-0 | Valsmenn bikarmeistarar annað árið í röð
Fyrra markið skoraði hann eftir að hafa snúið laglega á varnarmann, leikið á Derby Carrillo í marki Eyjamanna og rennt boltanum í autt netið.
Rúmlega tíu mínútum síðar bætti hann við öðru marki. Rataði þá fyrirgjöf Kristins Inga Halldórssonar á Sigurð við vítateigslínuna og lagði hann boltann snyrtilega í netið.
Eyjamenn ógnuðu marki Valsmanna nokkrum sinnum í leiknum en náðu aldrei að svara fyrir mörkin tvö og fögnuðu Valsmenn því bikarmeistaratitlinum annað árið í röð.
Myndband af mörkunum og fagnaðarlátum Valsmanna eftir leik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Sjáðu mörkin úr Laugardalnum og fagnaðarlæti Valsmanna | Myndband
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn
