Gamli skólinn í öllu sínu veldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Fyrirliðarnir með bikarinn sem verður barist um í dag. vísir/eyþór Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira