Næsti BMW i8 verður 750 hestöfl og með 480 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2016 15:59 BMW i8 af núverandi kynslóð. Næsta kynslóð tvinntengilbílsins BMW i8 verður ekki tvinntengibíll, heldur hreinræktaður rafmagnsbíll. Þar fer sko enginn aumingi því hann á að verða 750 hestöfl og komast 480 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn fær þrjá rafmagnsmótora sem hver skilar 268 hestöflum, sem reyndar ætti samtals að skila 804 hestöflum, en bíllinn verður þannig úr garði gerður að hann mun skila 750 hestöflum til allra hjóla bílsins. Þessi uppfærsla bílsins er býsna dramatísk þar sem núverandi gerð hans er 357 hestöfl og koma þau frá bæði lítill brunavél og rafmótorum. Áður en að þessari nýju kynslóð BMW i8 kemur mun BMW koma fram með andlitslyftingu á núverandi fyrstu kynslóð og verður sá bíll 420 hestöfl. Kemur sá bíll í sölu á næsta ári. Nýja kynslóð BMW i8 verður með stýringu á öllum fjórum hjólunum og fjöðrunin verður skynvædd og stillir sig eftir undirlaginu. Ekki er það svo að núverandi BMW i8 sé ekki tæknivæddur bíll, heldur flokkast hann sem stefnumarkandi framtíðarbíll, en sá nýji mun ganga skrefinu lengra ef ekki tvö skref og í ofanálag meira en tvöfalda hestaflafjöldann. Næsta kynslóð BMW i8 mun koma á markað árið 2022, svo nokkur bið er samt eftir gripnum. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent
Næsta kynslóð tvinntengilbílsins BMW i8 verður ekki tvinntengibíll, heldur hreinræktaður rafmagnsbíll. Þar fer sko enginn aumingi því hann á að verða 750 hestöfl og komast 480 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn fær þrjá rafmagnsmótora sem hver skilar 268 hestöflum, sem reyndar ætti samtals að skila 804 hestöflum, en bíllinn verður þannig úr garði gerður að hann mun skila 750 hestöflum til allra hjóla bílsins. Þessi uppfærsla bílsins er býsna dramatísk þar sem núverandi gerð hans er 357 hestöfl og koma þau frá bæði lítill brunavél og rafmótorum. Áður en að þessari nýju kynslóð BMW i8 kemur mun BMW koma fram með andlitslyftingu á núverandi fyrstu kynslóð og verður sá bíll 420 hestöfl. Kemur sá bíll í sölu á næsta ári. Nýja kynslóð BMW i8 verður með stýringu á öllum fjórum hjólunum og fjöðrunin verður skynvædd og stillir sig eftir undirlaginu. Ekki er það svo að núverandi BMW i8 sé ekki tæknivæddur bíll, heldur flokkast hann sem stefnumarkandi framtíðarbíll, en sá nýji mun ganga skrefinu lengra ef ekki tvö skref og í ofanálag meira en tvöfalda hestaflafjöldann. Næsta kynslóð BMW i8 mun koma á markað árið 2022, svo nokkur bið er samt eftir gripnum.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent