Haukar unnu mikilvægan 3-2 sigur á Þór í Inkasso-deild karla í kvöld, en Haukarnir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.
Fjörið byrjaði strax á áttundu mínútu þegar Gunnar Gunnarsson kom Haukunum yfir og sex mínútum síðar tvöfaldaði Aron Jóhannsson forystuna af vítapunktinum.
Veisla Hauka hélt áfram í fyrri hálfleik því á 22. mínútu skoraði Aron Jóhannsson annað mark sitt og þriðja mark Hauka.
Gunnar Örvar Stefánsson, fyrrum Hauka-maður, minnkaði svo muninn á 26. mínútu og 3-1 fyrir Haukana í hálfleik.
Jóhann Helgi Hannesson minnkaði svo muninn enn frekar á 77. mínútu, en nær komust Haukarnir ekki og mikilvægur 3-2 sigur þeirra staðreynd.
Með sigrinum hoppa þeir upp í sjöunda sætið og eru þar með 20 stig, en Þór er í fimmta sætinu með 22 stig.
Haukar fjarlægjast fallbaráttuna eftir þriðja sigurinn í röð | Myndir
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti


Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
