Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2016 14:29 Biles með gullmedalíuna sína. vísir/getty Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. Þessi 19 ára fimleikadrottning, sem er aðeins 1,45 m á hæð, hefur slegið í gegn í Ríó og sýndi glæsileg tilþrif þegar bandaríska liðið vann öruggan sigur í liðakeppni áhaldafimleika í fyrradag. Biles á eftir að keppa á nokkrum greinum á Ólympíuleikunum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safnið á næstu dögum. Það er þó ekki eins og Biles hafi skotist fyrst fram á sjónarsviðið á þessum Ólympíuleikum. Hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.Biles hefur ótrúlega stjórn á líkama sínum.vísir/gettyBiles er talin ein besta fimleikakona allra tíma og Nastia Liukin, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008, segir að eins og staðan sé í dag sé hún ósigrandi. Öfugt við margt annað fimleikafólk er Biles mjög fjölhæf og sterk í mörgum greinum. Hún hefur t.a.m. unnið til gullverðlauna á HM í öllum greinum nema á tvíslá. Biles fæddist 14. mars 1997 í Columbus í ríkinu Ohio. Hún ólst upp hjá afa sínum og stjúpömmu í Texas en móðir hennar var ófær um að sjá um hana og systkini hennar vegna eiturlyfjafíknar. Föður sinn hitti hún aldrei. Afi og stjúpamma Biles ættleiddu hana og systur hennar árið 2003, sama ár og hún byrjaði að æfa fimleika, sex ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að æfa undir handleiðslu Aimee Boorman sem hefur verið þjálfari hennar allar götur síðan.Biles á eflaust eftir að bæta fleiri Ólympíumedalíum í safnið á næstu dögum.vísir/gettyBiles sýndi mikinn metnað fyrir íþróttinni og í stað þess að fara í menntaskóla var henni kennt heima. Þetta gerði Biles kleift að æfa meira og það bar svo sannarlega árangur, þótt hún viðurkenni að hafa fundist heimakennslan leiðinleg. Biles þreytti frumraun sína á HM árið 2013, þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Og hún gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna. Biles varð m.a. fyrsta blökkukonan til að verða heimsmeistari í samanlögðum æfingum. Biles bætti um betur á HM 2014 þegar hún vann fern gullverðlaun og var þar með orðin sigursælasti Bandaríkjamaðurinn á HM frá upphafi með sex gullverðlaun. Sex gull urðu svo að 10 á HM 2015 þar sem Biles vann til fernra gullverðlauna. Biles er nú byrjuð að láta að sér kveða á allra stærsta sviðinu, sjálfum Ólympíuleikunum, og stjarna hennar skín skærar en nokkru sinnum fyrr.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. Þessi 19 ára fimleikadrottning, sem er aðeins 1,45 m á hæð, hefur slegið í gegn í Ríó og sýndi glæsileg tilþrif þegar bandaríska liðið vann öruggan sigur í liðakeppni áhaldafimleika í fyrradag. Biles á eftir að keppa á nokkrum greinum á Ólympíuleikunum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safnið á næstu dögum. Það er þó ekki eins og Biles hafi skotist fyrst fram á sjónarsviðið á þessum Ólympíuleikum. Hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.Biles hefur ótrúlega stjórn á líkama sínum.vísir/gettyBiles er talin ein besta fimleikakona allra tíma og Nastia Liukin, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum 2008, segir að eins og staðan sé í dag sé hún ósigrandi. Öfugt við margt annað fimleikafólk er Biles mjög fjölhæf og sterk í mörgum greinum. Hún hefur t.a.m. unnið til gullverðlauna á HM í öllum greinum nema á tvíslá. Biles fæddist 14. mars 1997 í Columbus í ríkinu Ohio. Hún ólst upp hjá afa sínum og stjúpömmu í Texas en móðir hennar var ófær um að sjá um hana og systkini hennar vegna eiturlyfjafíknar. Föður sinn hitti hún aldrei. Afi og stjúpamma Biles ættleiddu hana og systur hennar árið 2003, sama ár og hún byrjaði að æfa fimleika, sex ára gömul. Þegar hún var átta ára byrjaði hún að æfa undir handleiðslu Aimee Boorman sem hefur verið þjálfari hennar allar götur síðan.Biles á eflaust eftir að bæta fleiri Ólympíumedalíum í safnið á næstu dögum.vísir/gettyBiles sýndi mikinn metnað fyrir íþróttinni og í stað þess að fara í menntaskóla var henni kennt heima. Þetta gerði Biles kleift að æfa meira og það bar svo sannarlega árangur, þótt hún viðurkenni að hafa fundist heimakennslan leiðinleg. Biles þreytti frumraun sína á HM árið 2013, þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Og hún gerði sér lítið fyrir og vann til tveggja gullverðlauna. Biles varð m.a. fyrsta blökkukonan til að verða heimsmeistari í samanlögðum æfingum. Biles bætti um betur á HM 2014 þegar hún vann fern gullverðlaun og var þar með orðin sigursælasti Bandaríkjamaðurinn á HM frá upphafi með sex gullverðlaun. Sex gull urðu svo að 10 á HM 2015 þar sem Biles vann til fernra gullverðlauna. Biles er nú byrjuð að láta að sér kveða á allra stærsta sviðinu, sjálfum Ólympíuleikunum, og stjarna hennar skín skærar en nokkru sinnum fyrr.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sjá meira