„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 13:02 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42
Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49
Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent