Erlent

Klifraði upp Trump-bygginguna til þess að hitta Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn var handtekinn áður en hann komst upp á topp.
Maðurinn var handtekinn áður en hann komst upp á topp. Vísir/Getty
Maðurinn sem klifraði upp Trump-bygginguna í New York í gær vopnaður sogskálum ætlaði sér að hitta Donald Trump sjálfan. Maðurinn var handtekinn þegar hann var kominn hálfa leið upp.

Uppátækið vakti mikla athygli í gær og sýndi sjónvarpsstöðin CNN meðal annars beint frá klifrinu. Komst maðurinn upp á 21. hæð byggingarinnar sem hýsir höfuðstöðvar kosningabaráttu Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, auk þess sem að í henni má finna íbúð Trump. Hafði lögregla látið fjarlægja glugga svo hún gæti haft hendur í hári mannsins.

Maðurinn er 20 ára gamall og segir lögregla að ætlun hans hafi ekki verið að skaða neinn, hann hafi einfaldlega vilja ræða við Trump. Í skilaboðum sem hann sendi út á YouTube-síðu sinni fyrr í vikunni sagði maðurinn að hann þyrfti að skila mikilvægum skilaboðum til Trump. Eftir að hann var handtekinn var hann færður á spítala þar sem lagt verður mat á andlega heilsu mannsins.

Hér að neðan má sjá tilraun mannsins í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×