Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Fasteignaverð í London hefur að meðaltali lækkað um 4,7 milljónir frá Brexit-kosningunum. vísir/epa Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008. Brexit Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008.
Brexit Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent