Pokémon GO æðið hefur gert vart við sig á Íslandi síðastliðinn mánuðinn eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Leikurinn er ókeypis en hins vegar geta margir lent í því að fá háan reikning í bakið með því að kaupa sér hluti inni í appinu sem hjálpa notendum að fanga fleiri Pokémona.
Annie O’Leary, ritstjóri Netmums, bendir á að þrátt fyrir marga kosti Pokémon GO verði foreldrar að átta sig á kostnaðinum sem þeir gætu þurft að greiða vegna notkunar barna sinna.
Besta leiðin til að koma í veg fyrir aukakostnaðinn er að hindra kaup barnanna í smáforritinu í símunum þeirra. Í iPhone ferðu inn í Settings, ýtir á General restrictions, Enable restrictions, setur á lykilorð þar og ýtir á Allow og svo geturðu slökkt á In-app purchases. Svipaða leið má fara á Android-símum.
