Segja Trump fáfróðan og hættulegan Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, í ræðustól á mánudag. nordicphotos/AFP Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira